Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 5
5
LJÓÐIÐ OG LESANDINN
þeim skilningi lifði ljóðið enn og þá einkum í minningagreinum dagblað-
anna.6 Í byrjun nýrrar aldar tók Kristján B. Jónasson aftur á móti allt annan
pól í hæðina, sundurgreindi sjúkdóma- og endalokaorðræðuna um ljóðið
og gerði síðan atlögu að dómadagsspánum með því að benda á þá einföldu
staðreynd að fólk væri enn að yrkja, ljóðabækur kæmu út og ljóð væru birt
í fjölmiðlum og á netinu.7 Og svona mætti halda áfram því að fólk er að
lesa og pæla í ljóðum, vinna með þau í fræðilegum rannsóknum eins og
þetta hefti er til marks um. Hér eru einnig birt tvö ný ljóð eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur sem á undanförnum árum hefur skapað sér sess meðal fremstu
ljóðskálda landsins. Í ljóðunum kemur tvenns konar landslag við sögu og
munu þau vafalítið kitla túlkunarþörf lesenda.
Segja má að á meðan fólk heldur áfram að yrkja, lesa og rannsaka ljóð þurfi
ekki að örvænta um stöðu þeirra í menningunni. Að vísu kviknuðu spurningar
um það hvernig fólk skynjar ljóð og íslenska ljóðlistarhefð nú um stundir þegar
næstum því fimmtíu ára gömul Skólaljóð voru endurútgefin haustið 2010 við
almennan fögnuð – eins og ekkert hefði gerst í íslenskri ljóðagerð í hálfa öld!8
Sá grunur vaknar að þessi bók innihaldi það sem almennt er talið vera ljóð.
Að heiðblá kápan með bóndanum ríðandi og (syngjandi?) svönum á flugi sé
táknmynd íslenskrar ljóðlistar í huga margra. Að fólk sjái ljóðlistina líkt og í
bláma fjarskans, við það að hverfa, þagna. Á heimasíðu Námsgagnastofnunar,
sem gefur ritið út, er sá skilningur að útgáfan lýsi umfram allt deyjandi eða
hverfandi ljóðlist í landinu eiginlega undirstrikaður með orðum um að „engu
[hafi verið] breytt um val ljóða eða framsetningu en færð inn dánarár þeirra
skálda sem látist hafa frá síðustu útgáfu bókarinnar“.9 Þess má geta að skáldin
í bókinni eru öll látin.
Það gefur kannski líka til kynna að hefð ljóðsins fari dvínandi að þeir sem
fást við kennslu bókmennta á háskólastigi hafa orðið þess varir að nemendur
veigra sér margir hverjir við að rýna í ljóð og finnst sagnaskáldskapur – jafnvel
6 Guðmundur Andri Thorsson, „Einkavæðing textans: spjall á fundi um íslenskar
nútímabókmenntir í mars 1999“, Tímarit Máls og menningar, 2/1999, bls. 16–20, hér
bls. 19–20.
7 Kristján B. Jónasson, „Barkaþræðing ljóðsins“, Tímarit Máls og menningar, 1/2003,
bls. 28–34.
8 Til marks um góðar viðtökur voru Skólaljóðin meðal mest seldu bóka landsins allt
fram á þetta ár. Sjá t.d. Bóksölulista Morgunblaðsins 6. mars 2011: http://mbl.is/mm/
gagnasafn/grein.html?grein_id=1370095&searchid=0ced3-0bf5-e4789 [sótt 31. ágúst
2011].
9 Sjá http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=de06f72a-2244-4978
-95da-166a77afb728 [sótt 31. ágúst 2011]. Leturbreyting hér.