Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 213
213
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
Gamalt franskt máltæki segir að menn geti gert allt nema búa til fugls-
hreiður. Í ljóðum Clares, líkt og í sýn Bachelards, er hreiður smágerður,
hringlaga hlutur sem er náttúruleg hliðstæða hugmyndar mannsins um
heimili. „Nánd þarfnast hjarta hreiðursins,“ skrifar Bachelard. Hann segir
að „það sé ekki hlutverk fyrirbærafræðingsins að lýsa hreiðrum sem finnast
í náttúrunni, því að það ágæta viðfangsefni sé á verksviði fuglafræðinga“.
Verkefni hennar sé frekar þetta:
Upphaf heimspekilegrar fyrirbærafræði hreiðra myndi byggja á því að
við gætum skýrt áhuga okkar á að skoða albúm með eftirmyndum af
hreiðrum eða, sem væri enn betra, getu okkar til að endurheimta barns-
lega undrun okkar yfir því að finna hreiður. Þessi undrun er varanleg
og þegar við finnum hreiður núna hverfum við aftur til barnæsku okkar
eða öllu heldur til barnæsku; til þeirrar barnæsku sem við hefðum átt að
eiga. Því ekki hefur lífið fært mörgum okkar fullan skilning á allri þeirri
alheimsþýðingu sem í því getur verið fólgin.
John Clare var nógu heppinn og nógu óheppinn til að hafa fullan skilning
á þeirri alheimsþýðingu sem getur verið fólgin í fuglshreiðrinu. Í mörgum
hreiðurljóða sinna endurvekur hann undrun barnsins sem finnur hreiður en
áttar sig einnig á því að hreiðrinu er hætt við hnjaski, sem verður hliðstæða
hinnar berskjölduðu veru hans sjálfs í heiminum.
Bachelard þekkti ekki verk Clares en eftirfarandi kafli er falleg skýring á
„Hreiðri náttfarans“ [The Fern Owl‘s Nest], „Hreiður gauktítunnar“ [‚The
Wryneck‘s Nest‘], „Hreiður hringdúfnanna“ [The Woodpidgeon‘s Nest],
„Hreiður glóbrystingsins“ [The Robin‘s Nest], „Hreiður gultittlingsins“ [The
Yellowhammer‘s Nest], „Hreiður vepjunnar“ [The Pewit‘s Nest], „Hreiður
næturgalans“ [The Nightingale‘s Nest] og nokkurra annarra ljóða:
Lifandi hreiður gætu fært okkur fyrirbærafræði hins raunverulega hreið-
urs, hreiðursins sem fyrirfinnst í náttúrulegu umhverfi og sem verður um
stund að miðju – hugtakið er laust við ýkjur – heils alheims, vitnisburður
um alheimsaðstæður. Varlega lyfti ég grein … Þetta er lifandi hreiður
sem er búið í. Hreiður er hús fugls. Þetta hef ég lengi vitað, fólk sagði
mér það lengi. Í raun er þetta svo gömul saga að ég hika við að endur-
taka hana, jafnvel fyrir sjálfum mér. Og samt sem áður hef ég rétt í þessu
reynt hana á ný.