Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 162
162
HJALTI HUGASON
vissulega önnur trúfélög en lútherska kirkjan. Þau náðu þó nær einvörð-
ungu til fólks af erlendum uppruna og afkomenda þess og störfuðu auk þess
á grundvelli sérstakra laga og konungsleyfa. Svipuðu máli gegndi raunar í
kaupstöðum hér á landi frá 1786 þótt ekki mættu útlendingar þar stofna trú-
félög.38 Svo kann að virðast sem sú staðreynd að í íslensku stjórnarskránni
segir allt frá 1874 að evangelísk-lútherska kirkjan „skuli vera“ þjóðkirkja
hér, mæli gegn þeirri túlkun að íslensku kirkjuskipaninni hafi einnig verið
ætlað að vera einvörðungu lýsandi. Þess ber þó að gæta að þetta orðalag á
rætur að rekja til þeirrar þýðingar á dönsku stjórnarskránni sem lögð var
fyrir þjóðfundinn 1851.39 Þar var gert ráð fyrir að landið hefði sömu stöðu
og amt í Danmörku. Sami skilningur réð ferðinni í stöðulögunum 1871 og
endanlegri gerð stjórnarskrárinnar.40 Fyrirmælin um að lútherska kirkjan
„skuli vera“ þjóðkirkja á Íslandi stafa því væntanlega af því að þar sem þeirri
kirkju hafði af „eðlilegum“ ástæðum verið veitt staða þjóðkirkju með lýsandi
kirkjuskipan í Danmörku hafi verið talið mikilvægt að sama fyrirkomulag
gilti hér. Ákvæðinu hefur þannig fyrst og fremst verið ætlað að efla einingu
ríkisins og stuðla að jafnræði í trúarefnum í löndunum tveimur. Einnig má
þó líta svo á að um einfaldan orðalagsmun sé að ræða þar sem framsöguháttur
(er) kemur fyrir í nokkrum þýðingum stjórnarskrártextans fyrir 1874 og var
notaður í hinum opinbera danska texta hennar.41 Engin rök virðast aftur á
móti fyrir því að stjórnarskrár- eða löggjafinn hafi nokkru sinni litið svo á
að evangelísk-lútherska kirkjan ætti að vera þjóðkirkja hér á landi vegna þess
isk-kirkeretlig studie, Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1948, bls. 151, 153. Hans
Gammeltoft-Hansen, „§ 4“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999, bls. 46.
Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 69“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999,
bls. 328–330, hér bls. 329. Jens Ravn-Olesen, „Fra statskirke til Folkekirke“, bls. 13.
Sjá þó Henrik Zahle, Regering, forvaltnig og dom, 1996, bls. 148-149.
38 Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark, bls. 55–58. Hjalti Hugason,
„Upphaf umræðu á Alþingi um trúfrelsi og trúarlega minnihlutahópa“, Ritröð Guð-
fræðistofnunar/Studia theologica islandica, 18/2003, bls. 41–53. Björg Thorarensen,
Stjórnskipunarréttur, bls. 322–323.
39 Tíðindi frá Þjóðfundi Íslendínga árið 1851, ritstj. Pétur Pétursson o.a., Reykjavík: án
útg., 1851, bls. 445.
40 Lovs. f. Isl., bls.1, 733 Einar Laxness, Íslands saga, bls.153.
41 Í stjórnarskrárfrumvarpi dönsku stjórnarinnar frá 1867 er sama orðalag að finna og
í endanlegri gerð stjskr. en í dönsku uppkasti að frumvarpinu er notað sama orðalag
og í dönku fyrirmyndinni frá 1849: „Den evangelisk-lutherske kirke er den islandske
Folkekirke“, Frumvarp til stjórnarskrár um hin sjerstaklegu málefni Íslands (1871), Þjóð-
skjalasafn Íslands, S. VII, 4. – 1855–1861, Stjórnarskrármálið. Alþingistíðindi, 2/1867,
bls. 12. Lovs. f. Isl., bls. 754.