Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 158
158
HJALTI HUGASON
Stuðningur og vernd ríkisvaldsins
Löggjafanum er látið eftir að ákveða í hverju sá stuðningur og sú vernd séu
fólgin sem ríkisvaldinu er skylt að veita þjóðkirkjunni. Hefur verið litið svo
á að stuðningurinn komi einkum fram í því að ríkið veiti fé á fjárlögum til
þjóðkirkjunnar. Einnig kemur óbeinn fjárhagsstuðningur fram í því að ríkið
innheimtir sóknargjöld fyrir þjóðkirkjuna en sama fyrirkomulag gildir um
önnur skráð trúfélög. Ennfremur er stuðningur talinn koma fram í því að
menntun presta og djákna fer fram við Háskóla Íslands, að biskup Íslands,
vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar teljast til embættismanna
ríkisins, sem og að kristin fræði eru kennd í skyldunámsskólum. Þá er bent á
að almannafriður er boðinn á helgidögum þjóðkirkjunnar (og þar með ann-
arra kristinna trúfélaga).24 Enn fremur má benda á að í 122. grein almennra
hegningarlaga er að finna sérstakt ákvæði um truflun á opinberri guðsþjón-
ustu og öðrum kirkjuathöfnum og svipað ákvæði er að finna í lögum um
helgidagafrið. Þá verndar 125. grein hegningarlaga þjóðkirkjuna og önnur
trúfélög gegn því að dregið sé dár að kenningu þeirra eða trúariðkun (bann
við „guðlasti“). Loks veitir 233. grein sérstaka refsivernd gegn ofsóknum
vegna trúarbragða, litarháttar, kynþáttar og kynhneigðar.25
Öll þessi vernd verður þó tæpast leidd af kirkjuskipaninni og kemur að
www.lovdata.no/all/hl-18140517-000.html#12 [sótt 5. 12. 2010]. Björg Thorarensen,
Stjórnskipunarréttur, bls. 323–324, nmgr. 6. Stefnt er að því að koma á þjóðkirkjuskip-
an í Noregi fyrir 2013 í líkingu við það sem gerist hér nú. Kirkjan verður þó ekki
jafnaðgreind frá ríkinu. Politisk avtale av 10. april 2008: http://no.wikipedia.org/wiki/
Statskirke#Politisk_avtale_i_Stortinget_10._april_2008 [sótt 5. 12. 2010]. Lindhardt
telur að í Danmörku sé enn til staðar trúarlega skilgreint ríkisvald (kirkestat). Sjá Jan
Lindhardt, Folkekirke?, bls. 45, 48–53. Sjá þó Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie
i Danmark, bls. 81.
24 Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins 1996 nr. 70 11. júní: http://www.althingi.is/
lagas/136a/1996070.html [sótt 17. 12. 2010]. Gunnar G. Schram, Stjórnarskrá Íslands,
bls. 77–78. Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 466–467. Björg Thorarensen,
Stjórnskipunarréttur, bls. 343–346. Hjalti Hugason, „Helgi á undanhaldi — frelsi eða
fórn?“, Ritröð Guðfræðistofnunar/Studia theologica islandica, 24/2007, bls. 111–132. Jan
Lindhardt, Folkekirke?, bls. 57–69. Í Danmörku hefur 3. (núv. 4.) gr. stjskr. frá 1849
verið túlkuð á hliðstæðan hátt. Henrik Zahle, Regering, forvaltnig og dom, Kaupmanna-
höfn: Christjan Ejlers´ Forlag, 1996, bls. 149-151. Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 4“,
bls. 46-48. Jan Lindhardt, Folkekirke?, bls. 57-62, 82-83.
25 Almenn hegningarlög 1940 nr. 19 12. febrúar: http://www.althingi.is/lagas/131b/
1940019.html [sótt 17. 12. 2010]. Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 582.
Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á
Íslandi“, bls. 136–137. Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 290–291, 338–
339, 374, 376, 427–428.