Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 228
228
JONATHAN BATE
sem býr innra með þér‘. Þannig geta þau í sameiningu, tréð og sá sem
lætur sig dreyma, markað sér rými og dafnað. Rilke skrifaði: ,Þessi tré eru
mikilfengleg, en jafnvel mikilfenglegra er hið háleita og hreyfanlega rými
á milli þeirra, eins og það vaxi einnig með vexti þeirra.‘ Tvær tegundir
rýmis, innra og ytra, halda áfram að orka hvort á annað, í vexti sínum.
Af þessu leiðir Skáldskaparfræði rýmis.
Í huga Clares, og Bachelards ef marka má þennan kafla, er innri gerð
mannshugans órofa bundin umhverfinu sem við búum í. Geðheilbrigði er
háð því að maðurinn eigi sér samastað. En hún er einnig háð því að maðurinn
tilheyri einhverjum tíma. Rifja má upp það sem ég sagði í fjórða kafla: Sjálfs-
myndir okkar myndast í samspili umhverfis og minnis. Fyrir Clare er álm-
viðurinn í senn tímalegt og rúmfræðilegt kennileiti. Vegna þess að viðurinn
var til staðar þegar hann var drengur, tryggir hann áframhaldandi líf hans.
„Gamla eftirlætistré, þú sem hefur séð tímana breytast / en hingað til hafa
breytingar ekki skaðað þig“. Þegar tréð hverfur glatar Clare einnig fullviss-
unni um fortíð sína, sjálfsmyndinni. Í ljóðinu um geðveikrahælið „Barnið
Harold“ [Child Harold], þá merkir það að komast af því örvæntingarfulla
tilraun til að halda bæði í stað og tíma: „Ég verð frjáls í fangelsi og rígheld í
jörðina / ég held fast við staðinn þar sem hlúð var að minni fyrstu ást.“ Gæti
verið að réttur náttúrunnar samræmdist þörfum mannkyns?
Lýðræðislegar byltingar hafa alltaf stutt málstað sinn með tali um rétt-
indi – réttindi fólksins til að kjósa sér stjórnvöld og svo framvegis – en það að
hve miklu leyti þau eru innleidd hefur alltaf verið hagnýt spurning. Fólkið
hefur venjulega einungis fengið nóg réttindi til að friðurinn héldist. Að því
gefnu að Hobbes hafi haft rétt fyrir sér og að Godwin hafi haft rangt fyrir
sér um eðli borgaralegra samfélaga, væri sama hve margar óhlutbundnar
grundvallarröksemdir um náttúrulegt réttlæti varðandi réttindi dýra og
gróðurs væru lagðar fram, þær myndu ekki nægja til að gera útópíu Baron
Cosimos að raunveruleika. En það sem ævi og verk John Clares geta kennt
okkur er að jafnvel á forsendum hagnýtra eiginhagsmuna er það okkur í
hag að hugsa um réttindi náttúrunnar – okkar innri vistfræði verður ekki
viðhaldið ef vistkerfin halda ekki heilsu sinni.
Í fyrstu bók Upphafsins [Prelude] klifrar drengurinn Wordsworth upp að
hrafnshreiðri og upplifir mikilfengleika sem er einstaklingsbundinn (,aleinn
hékk ég á háskalegri greininni‘). En hreiður hrafnsins hjá Clare hefur að
geyma sameiginlegt minni, ekki einstaklingsbundið. Hver einasta kynslóð
þorpsdrengja hefur reynt að klifra hið gríðarstóra eikartré til að ná að