Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 90
90
HELGA KRESS
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og r a u ð a n skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.13
Við ritstýringuna hafa útgefendur ekki látið við það sitja að samræma
greinarmerki og laga málfar, eins og nefnifallið á englinum, heldur gengið
lengra og skipt út orðum sem breyta myndmáli þannig að merking kvæðis-
ins brenglast.
Vorboði í sumardal
Breytingarnar sem gerðar hafa verið á kvæðinu eru mismunandi veigamiklar.
Það fyrsta sem vekur athygli er upphrópunarmerkið við heiti þess sem gera
lágværa kveðjuna, sönginn litla, að ópi. Af eiginhandarritum Jónasar má
sjá að hann notar svo til aldrei upphrópunarmerki í ljóðum sínum nema í
beinum upphrópunum eins og „Ó“ í upphafi ljóðlína og í ávörpum, sbr.
„þröstur minn góður!“ Þá er uppsetning hér allt önnur en hjá Jónasi, og
hefur þriðja erindinu í eiginhandarritinu, þar sem hefðbundnar þríhendur
sonnettunnar fléttast saman í eitt erindi með endaríminu abcabc, verið skipt
í tvö sem við þetta verða þá hvort um sig rímlaus. Til áréttingar tvískipting-
unni er svo komið upphrópunarmerki þar sem áður var komma og seinni
þríhendan ekki aðeins látin hefjast á nýrri málsgrein, heldur verður hún
þannig sjálfstæð efnisgrein. Með þessu er samhengið í sex lína erindinu rofið
og flæði textans, vængjaflug fuglsins, stöðvað. Það áréttar svo enn bilið milli
erinda að fyrsta ljóðlína hvers erindis er lengri en þær inndregnu sem á eftir
koma, og því lítur kvæðið út eins og samsett af fjórum vísum.
Í fyrsta erindi, þriðju línu, hefur orðinu „út“ til Íslands, áttatáknun sem
einnig minnir á fleyg orð Snorra Sturlusonar: „Út vil ek“,14 verið breytt í
„heim“, sbr. einnig orðalag (misritun?) Brynjólfs í bréfinu til Jónasar, og
þar með er komin nástaða við orðið „heima“ í upphafi næsta erindis. Í sama
erindi hefur bandstrikinu á eftir „Ísa-“ sem tengir saman ís og land í sérnafnið
Ísaland, verið sleppt.
Í öðru erindi, fyrstu línu, hefur „í orðum blíðum“ verið skipt út fyrir
„rómi blíðum“. Orðið rómur er að vísu gefið upp sem möguleiki í eigin-
handarritinu, skrifað með smáu letri fyrir ofan línu, en án þess að upp-
13 Fjölnir, 7. ár, 1844, bls. 105–106.
14 Sturlunga saga I, ritstj. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn,
Reykjavík: Sturlunguútgáfan, 1946, bls. 444.