Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 204
204
THEODOR W. ADORNO
að segja þýsk tunga – hefði fengið að dafna. Borchardt reyndi að þýða Dante
í þessum anda. Næmir lesendur ráku eyrun í úrfellinguna „gar“, sem líkast
til stendur fyrir „ganz und gar“ [algjörlega] og er vísast notuð rímsins vegna.
Hægt er að fallast á slíka gagnrýni og sömuleiðis að orðið, eins og það var
hneppt inn í ljóðlínuna, sé nánast merkingarlaust. En mikil listaverk eru þau
sem ganga upp á vafasömustu stöðunum; því er líkt farið með þetta „gar“ og
æðstu tónsmíðar, sem ganga ekki fullkomlega upp í byggingu sinni heldur
brjótast út úr henni með nokkrum óþarfa nótum eða töktum, þetta minnir
á „botnfall fáránleikans“ hjá Goethe, þar sem tungumálið smýgur undan því
sem hugveran ætlaði sér er hún sótti orðið; líkast til er það einmitt þetta „gar“
sem ljær ljóðinu reisn í krafti déjà vu [endurupplifunar]: fyrir tilstuðlan þess
nær hljómfall ljóðsins lengra en merkingin ein. Á hnignunarskeiði tungu-
málsins fangar George þá hugmynd sem ferli sögunnar hafði neitað því um
og raðar saman ljóðlínum sem hljóma ekki eins og þær komi frá honum,
heldur eins og þær hafi verið til frá ómunatíð og hljóti alltaf að vera einmitt
svona. Sú firra að endurreisandi skáldskapur af þessu tagi eigi sér lífsvon, ógn
listiðnarinnar, magnar aftur á móti inntakið: svikul þrá tungumálsins eftir
því sem er útilokað umbreytist og tjáir óseðjandi erótíska þrá hugverunnar,
sem reynir að losna undan sjálfri sér. Taumlaust einstaklingseðlið þurfti að
snúast upp í sjálfstortímingu – og hvað er goðsöguleg upphafningin á Max-
imin í síðari verkum Georges annað en örvæntingarfullt afsal einstaklings-
verundarinnar útlagt á jákvæðan hátt – til að reiða fram þá tálsýn sem þýsk
tunga leitaði árangurslaust í helstu meisturum sínum: þjóðkvæðið. Aðeins í
krafti sundurgreiningar, sem hefur náð því marki að hún umber ekki lengur
eigin mismun og í raun ekkert annað en það almenna gildi í hinu einstaka
sem hefur verið frelsað undan smán einangrunarinnar, verður hið skáldlega
orð ígildi innri verundar tungumálsins andspænis þjónustu þess í ríki mark-
miðanna; og þar með ígildi hugsunarinnar um frjálst mannkyn, enda þótt
George-skólinn hafi byrgt sjálfum sér sýn á hana með lágkúrulegri tilbeiðslu
á hinu háleita. Sannindi Georges felast í því að ljóðlist hans heggur skörð í
múra einstaklingsverundarinnar með fullkomnun hins einstaka, með fyrtn-
inni gagnvart hinu yfirborðslega og á endanum hinu útvalda. Hafi tjáning
hennar skroppið saman í tjáningu einstaklings, sem hún mettar með fyllingu
og reynslu eigin einsemdar, þá verður einmitt þessi ræða að rödd mannanna
sem áður stóðu sundraðir.
Benedikt Hjartarson og Jón Bjarni Atlason þýddu