Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 204

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 204
204 THEODOR W. ADORNO að segja þýsk tunga – hefði fengið að dafna. Borchardt reyndi að þýða Dante í þessum anda. Næmir lesendur ráku eyrun í úrfellinguna „gar“, sem líkast til stendur fyrir „ganz und gar“ [algjörlega] og er vísast notuð rímsins vegna. Hægt er að fallast á slíka gagnrýni og sömuleiðis að orðið, eins og það var hneppt inn í ljóðlínuna, sé nánast merkingarlaust. En mikil listaverk eru þau sem ganga upp á vafasömustu stöðunum; því er líkt farið með þetta „gar“ og æðstu tónsmíðar, sem ganga ekki fullkomlega upp í byggingu sinni heldur brjótast út úr henni með nokkrum óþarfa nótum eða töktum, þetta minnir á „botnfall fáránleikans“ hjá Goethe, þar sem tungumálið smýgur undan því sem hugveran ætlaði sér er hún sótti orðið; líkast til er það einmitt þetta „gar“ sem ljær ljóðinu reisn í krafti déjà vu [endurupplifunar]: fyrir tilstuðlan þess nær hljómfall ljóðsins lengra en merkingin ein. Á hnignunarskeiði tungu- málsins fangar George þá hugmynd sem ferli sögunnar hafði neitað því um og raðar saman ljóðlínum sem hljóma ekki eins og þær komi frá honum, heldur eins og þær hafi verið til frá ómunatíð og hljóti alltaf að vera einmitt svona. Sú firra að endurreisandi skáldskapur af þessu tagi eigi sér lífsvon, ógn listiðnarinnar, magnar aftur á móti inntakið: svikul þrá tungumálsins eftir því sem er útilokað umbreytist og tjáir óseðjandi erótíska þrá hugverunnar, sem reynir að losna undan sjálfri sér. Taumlaust einstaklingseðlið þurfti að snúast upp í sjálfstortímingu – og hvað er goðsöguleg upphafningin á Max- imin í síðari verkum Georges annað en örvæntingarfullt afsal einstaklings- verundarinnar útlagt á jákvæðan hátt – til að reiða fram þá tálsýn sem þýsk tunga leitaði árangurslaust í helstu meisturum sínum: þjóðkvæðið. Aðeins í krafti sundurgreiningar, sem hefur náð því marki að hún umber ekki lengur eigin mismun og í raun ekkert annað en það almenna gildi í hinu einstaka sem hefur verið frelsað undan smán einangrunarinnar, verður hið skáldlega orð ígildi innri verundar tungumálsins andspænis þjónustu þess í ríki mark- miðanna; og þar með ígildi hugsunarinnar um frjálst mannkyn, enda þótt George-skólinn hafi byrgt sjálfum sér sýn á hana með lágkúrulegri tilbeiðslu á hinu háleita. Sannindi Georges felast í því að ljóðlist hans heggur skörð í múra einstaklingsverundarinnar með fullkomnun hins einstaka, með fyrtn- inni gagnvart hinu yfirborðslega og á endanum hinu útvalda. Hafi tjáning hennar skroppið saman í tjáningu einstaklings, sem hún mettar með fyllingu og reynslu eigin einsemdar, þá verður einmitt þessi ræða að rödd mannanna sem áður stóðu sundraðir. Benedikt Hjartarson og Jón Bjarni Atlason þýddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.