Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 205
205
Jonathan Bate
Hreiður, skeljar, kennileiti
Jonathan Bate (f. 1958) er prófessor við Háskólann í Warwick og afkastamik-
ill fræðimaður.1 Hann hefur meðal annars skrifað ævisögur, skáldsögur og
leikrit fyrir utan allmörg bókmenntafræðileg rit og útgáfur. Bate hefur skrifað
heilmikið um Shakespeare og enska rómantík en síðasta áratug eða svo hefur
hann einkum einbeitt sér að rannsóknum á vistrýni (e. ecocriticism).
Eftir Bate liggja tvær áhrifamiklar bækur á sviði vistrýni. Sú fyrri er
Rómantísk vistfræði (Romantic Ecology, 1991) sem gjarnan er litið á sem inn-
gang að vistrýnum fræðum en sú síðari er Söngur jarðarinnar (The Song of
the Earth, 2000). Þar beinir Bate sjónum sínum að sambandi ljóða og nátt-
úru og hvernig ljóðlistin getur tengt tæknivæddan nútímann við náttúruna
á nýjan leik. Kaflann sem hér fylgir í íslenskri þýðingu, „Hreiður, skeljar,
kennileiti“, er að finna í Söng jarðarinnar. Þar fjallar Bate um skáldið John
Clare (1793–1864) sem orti um enska sveitasælu, harmaði eyðileggingu
hennar, sem nær alltaf var af manna völdum, og var hugleikið samband eða
sambandsleysi mannsins við náttúruna. Clare var að mestu gleymdur þar til
á seinni hluta tuttugustu aldar. Aukinn áhuga á ljóðlist hans má að miklu
leyti þakka vinsældum grænna bókmenntarannsókna eða vistrýni, sem er
regnhlífahugtak yfir allar umhverfisverndarsinnaðar bókmenntarannsóknir.
*
Upphaf umhverfisverndarsinnaðrar bókmenntagagnrýni er yfirleitt rakin til
seinni hluta sjöunda áratugar 20. aldar þegar „grænir“ bókmenntafræðingar
spurðu í fyrsta sinn grundvallarspurninga um tengsl náttúru og bókmennta.
Fáir tóku eftir viðleitni þeirra til að byrja með en á níunda áratugnum
fór að bera á meiri áhuga meðal hugvísindamanna á tengslum náttúru og
menningar. Árið 1992, sem talið er marka upphaf skipulagðra vistrýnna
bókmenntarannsókna, voru stofnuð samtökin The Association for the Study
1 Ég þakka Sveini Yngva Egilssyni, Guðnýju Pálsdóttur og Maríu Bjarkadóttur
kærlega fyrir aðstoð við minn hlut í þýðingunni á grein Bates.
Ritið 2/2011, bls. 205–229