Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 110

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 110
110 SVEINN YNGVI EGILSSON Gömul og ný rómantík Hulda er oft talin til nýrómantískra skálda eða táknsæisskálda, en hún hefur þó ákveðna sérstöðu í þeirra hópi. Sem kona, húsfreyja, eiginkona og móðir gat Hulda t.d. ekki samsamað sig hinni nýrómantísku ímynd um bóhem-séníið eins auðveldlega og karlskáldin og þetta olli innri baráttu sem birtist víða í ljóðum hennar. Um þetta fjalla þær Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur Richter í inngangi að úrvali úr verkum Huldu sem kom út 1990.4 Hið sama gerir Guðni Elísson í grein sem birtist í Skírni 1987.5 Eins og þessir og fleiri fræðimenn hafa bent á er náttúran að ýmsu leyti táknræn í ljóðum Huldu, þó að táknin séu kannski ekki eins auðráðin og stundum er haldið. Þannig segja þær Guðrún og Ragnhildur í inngangi sínum um þulu- ljóðið „Ljáðu mér vængi“: „Náttúrumyndirnar eru tákn fyrir hugmyndir og hugsjónir, flug grágæsarinnar táknar hér frelsið, hin blómlega ey er tákn framtíðarvonanna og vængirnir þess afls sem þarf til að láta drauma sína rætast.“6 Ég er ekki viss um að skáldskapur Huldu sé svo einræður að hægt sé að túlka táknin kerfisbundið og held raunar að náttúran í ljóðum hennar sé einstaklega margræð og tengist ekki síður gömlu rómantíkinni heldur en hinni nýju. Náttúrusýn Huldu felur í sér rómantíska þætti, eins og gagnvirkt samspil hugar og hlutveru, hina rómantísku viðurkenningu á því að náttúran er veru- leiki sem hægt er að lýsa með tilvísun til skynfæranna, og um leið róman- tískan skilning á náttúrunni sem landslagi, þ.e. fagurfræðilegu viðfangi sem fellur að vissu leyti inn í ramma málverks og ferðalaga, eins og ótal listamenn höfðu leitast við að skilgreina í myndlist og skáldskap á umliðnum öldum.7 En náttúrusýn Huldu er vissulega einnig nýrómantísk eða táknsæisleg. Náttúrufyrirbæri verða auðveldlega táknræn í skáldskap hennar; raunar ummyndast náttúran gjarnan í álfaheim og hulduland, þannig að huglægnin er enn meiri en í rómantíkinni. Stundum byrja ljóð Huldu á rómantískan hátt í þeim skilningi að hún yrkir sig inn í umhverfið með því að nota staðar- nöfn, náttúruheiti og skynrænar lýsingar að hætti rómantískra skálda, en svo 4 Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur Richter, „Inngangur“, Hulda: Ljóð og laust mál, Úrval, Reykjavík, 1990, bls. 9–98. 5 Guðni Elísson, „Líf er að vaka en ekki að dreyma. Hulda og hin nýrómantíska skáldímynd“, Skírnir, 161. ár, vorhefti 1987, bls. 59–87. 6 Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur Richter, „Inngangur“, bls. 36. 7 Ég fjalla um þessa þætti í rómantískri náttúrusýn í greininni „Um hvað tölum við þegar við tölum um náttúruna? Fjallið Skjaldbreiður eftir Jónas Hallgrímsson“, Skírnir, 181. árg., hausthefti 2007, bls. 341–359.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.