Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 33
33
GEST BER AÐ GARÐI
Skuggi fer aðra leið og leyfir sér talsvert frelsi innan þess almenna rím-
mynsturs sem lýst hefur verið hér að framan. Rímið í fyrsta erindi er a-a-b-c-
d-d-d-e-f-f-e, í öðru erindi a-a-a-b-c-c-d-b-e-b-b, í ellefta erindi a-a-b-c-d-d-d-
e-e-e-e, en í þriðja erindi (sem af einhverjum ástæðum er einungis níu línur)
a-a-a-b-a-b-a-c-c. Hann sýnir vissa festu í leiðarríminu, sem er „-er“ (fer, hér,
ber, mér, o.s.frv.), þótt það rím komi ekki jafnoft fyrir í öllum erindum og
standi ekki alltaf í sömu línum, nema hvað lokaorð hvers erindis eru ýmist
„engin er“ eða „enginn er“ og eru það jafnframt þau orð sem krummi kyrjar
yfir ljóðmælanda.
Ekki hafði fugl Poes sagt sitt síðasta orð á íslensku, því að nokkrum
áratugum síðar birtast enn tvær þýðingar, hin fyrri eftir eitt af kunnustu
ljóðskáldum samtímans, Þorstein frá Hamri, árið 1985 (þýðinguna hafði hann
flutt í Ríkisútvarpinu 1983), og árið 1986 kom þýðing eftir Gunnar Gunn-
laugsson lækni í ljóðabók hans Flýgur yfir bjarg. Kvæðið upphefst á þennan
hátt í túlkunum þeirra:27
Þorsteinn:
Nóttu eina auðnarlega
er ég þreytti á marga vega
glímu við hin fornu fræði,
fyrrum skráð á sagnablað,
valdi svefnsins verjast reyndi –
var þá líkt sem högg ég greindi,
einsog hönd því höggi beindi
hússins luktu dyrum að.
„Gestur,“ helzt sú hugsun greip mig,
„húsum mínum kemur að –
einhver gestur – aðeins það.“
Eins og fyrri þýðendur vinna þeir Þorsteinn og Gunnar með fast leiðarrím;
Þorsteinn velur að-rímið eins og Sigurjón Friðjónsson og leggur einnig sömu
orð og Sigurjón í munn hrafninum þegar hann tjáir sig: „aldrei framar“.
Þorsteinn reynir hinsvegar ekki að ganga lengra í rímforminu en Poe sjálfur
og segja má að hann nýti sér vel þann sveigjanleika sem að-rímið veitir,
umfram flesta aðra rímkosti.
27 Þorsteinn frá Hamri, Ný ljóð, Reykjavík: Iðunn, 1985, bls. 61-69; hér bls. 61. Gunnar
Gunnlaugsson, Flýgur yfir bjarg, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1986, bls. 68-77; hér bls. 68.
Gunnar:
Man ég að um miðja nóttu,
mæðuþankar að mér sóttu
er doðröntum ég fletti fornum;
fróðleik ærinn geymdu þeir.
Ég mókti, þá mér fundust falla
frammi högg er greindust varla;
sem bank á dyr, ef bank skal kalla,
bærist mér að eyrum. „Heyr!
Aðkomandi einhver stendur
úti þar,“ ég mælti. „Heyr!
Einhver gestur, ekkert meir.“