Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 143
143
SKÓLALJÓÐ
sjötta og sjöunda áratugnum. Ljóðasafnið Ný amerísk ljóðskáld (1960) hafnaði
alfarið hinum menntuðu og fáguðu háskólaljóðum Frost og félaga og þar
var lögð áhersla á nauðsyn þess að brjóta upp stöðnuð form og hátíðleika og
yrkja um manninn á götunni. Deilunni lýsti Robert Lowell með hugtökum
fengnum að láni hjá mannfræðingnum Claude Lévi-Strauss sem sagði að
mörk siðmenningarinnar lægju í meðferð matarins sem væri étinn hrár eða
soðinn. „Soðni skólinn“ í amerískum bókmenntum var sá lærði (Academics)
hefðbundni en „þeir hráu“ voru fjörutíu og fjögur skáld undir fimmtugu
með bítskáldin Ginsberg og Ashbury og fleiri í fararbroddi (Beats).28 Fleiri
ljóðasöfn fóru á eftir sem reyndu að miðla málum en eins og sjá má kallast
þessi deila á við skólaljóðadeiluna hér heima. Það má ef til vill taka undir
niðurstöðu breska barnaljóðafræðingsins, Morag Styles, sem segir: „Mörg af
ljóðaúrvölum liðinna tíma eru vitnisburður um val forréttindahópa háskóla-
menntaðra karlmanna.“29
Fyrstu ljóðasöfnin sem hér hefur verið talað um lágu til grundvallar
bandarískum skólaljóðum í upphafi sjötta áratugarins. Þá þegar hafði hópur
listaskálda sérhæft sig í að skrifa eingöngu fyrir börn og annar hópur skrif-
aði bæði fyrir börn og fullorðna en báðir hóparnir voru sniðgengnir af þeim
sem völdu í skólaljóðin. Morag Styles fjallar um þetta og vitnar í Coventry
Patmor sem valdi í safnið Blómasveigur barnanna (The Children´s Garland,
1862) en hann sagði: „Ég hef útilokað nánast öll ljóð skrifuð sérstaklega til
barna og flest ljóð skrifuð um börn fyrir fullorðið fólk.“ Meira en hundrað
árum síðar segir Neil Philip í formála bókarinnar Nýjar ljóðaperlur (A New
Treasury of Poetry, 1990): „Ég hef sömuleiðis farið varlega í að velja ljóð
sem skrifuð voru sérstaklega fyrir börn og yfirleitt tekið fram yfir þau ljóð
sem eru aðgengileg ungum lesendum án þess að talað sé niður til þeirra.“30
Sú vanvirðing sem hér er rætt um blasir við okkur þegar íslensku skólaljóðin
eru skoðuð en aðeins eitt af barnaljóðum Jóhannesar úr Kötlum og ekkert af
ljóðum Stefáns Jónssonar eru tekin í Skólaljóð Kristjáns J. Gunnarssonar árið
1964 og enginn gerði athugasemdir við það.31
28 Ian Hamilton (ritstj.), The Oxford Companion to Twentieth-Century Poetry in English,
Oxford: Oxford University Press, 1996, bls. 384.
29 Morag Styles, „Poetry“, Peter Hunt (ritstj.), International Companion Encylopedia of
Children´s Literature, New York: Routledge, 2004, bls. 397.
30 Sama rit, bls. 397.
31 Nánar verður fjallað um þetta í annarri grein sem væntanleg er í Ritinu.