Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 86
86
HELGA KRESS
hefur í fórum Konráðs Gíslasonar, KG 31 b IV, í Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum (stafsetning er hér færð til nútímahorfs):
Ég bið að heilsa
Nú andar suðrið sæla vindum þíðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast út að fögru landi Ísa-,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima í orðum blíðum
um haf og land í drottins ást og friði,
leiði þið, bárur! bát að fiskimiði,
blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.
Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegarleysu
í lágan dal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engill með húfu og grænan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.5
Fyrir ofan „og“ í þriðju línu fyrsta erindis er skrifað „þau“, í fyrstu línu ann-
ars erindis er skrifað „rómi“ fyrir ofan „í orðum“, og í þriðju línu þriðja
erindis er strikað yfir „grænan“ og „lágan“ sett í staðinn. Eru þessar breyt-
ingar, að því er talið er, með hendi Jónasar.
Þessi gerð kvæðisins er töluvert frábrugðin þeirri opinberu og viður-
kenndu sem birtist fyrst í Fjölni 1844 og allar síðari útgáfur hafa hingað til
stuðst meir eða minna við. Í bréfi til Jónasar, dagsettu í Kaupmannahöfn 10.
því að í svarbréfi, dagsettu í Kaupmannahöfn 10. apríl 1844, þakkar Brynjólfur honum
„fyrir tilskrifin bæði og vísuna“. Sbr. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dag-
bækur), ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík:
Svart á hvítu, 1989, bls. 201–204, og Bréf Brynjólfs Péturssonar, Aðalgeir Kristjánsson
bjó til prentunar, Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn, 1964, bls. 48.
Stafsetning á bréfum Brynjólfs er færð til nútímahorfs.
5 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Hall-
dórsson sáu um útgáfuna, Reykjavík: Handritastofnun Íslands, 1965, bls. 183. Sbr.
einnig KG 31 b IV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sjá mynd af
eiginhandarritinu á blaðsíðunni hér á móti (bls. 87).