Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 207
207
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
fræði.7 Þannig er fortíðin ekki síður mikilvægt rannsóknarefni en nútíðin
eða framtíðin.
Þegar vistrýnum kenningum og sjónarhornum er beitt á rómantískar
bókmenntir er gjarnan talað um rómantíska vistrýni eða græna rómantík (e.
romantic ecology, green romanticism). Þá skoða fræðimenn til dæmis hvernig
rómantísk skáld og hugsuðir tóku þátt í og brugðust við framförum í nátt-
úruvísindum, siðfræði náttúrunnar og umhverfislegum aktívisma og hvernig
verk þeirra skipta máli enn þann dag í dag. Einnig fjalla þeir um náttúruskrif,
skrif um villt dýr, fagurfræði náttúrunnar, hið myndræna og hið háleita og
síðast en ekki síst þá ást á náttúrunni sjálfri sem finna má í skrifum róm-
antískra skálda og sorg vegna eyðileggingar hennar.
*
Í Söng jarðarinnar kynnir Jonathan Bate til sögunnar hugtakið skáldskapar-
fræði vistrýninnar (e. ecopoetics). Samkvæmt honum hefur nútímamaðurinn
fjarlægst náttúruna en ljóðlistin hefur getu til að færa hann nær henni á
nýjan leik. Þetta getur hún gert, að mati Bate, í krafti hinnar vistfræðilegu
skáldskaparfræði, það er að segja meðvitundarinnar sem leiðir til umhverfis-
verndar, þrárinnar til að vernda græn svæði og njóta náttúrunnar. Í skáld-
skaparfræði vistrýninnar felst tilraun höfundar til að tjá náttúruna þannig að
maðurinn bæði heyri og skilji. Í ljóðunum á lesandinn ekki að finna lýsingu
á því að dvelja á jörðinni eða hvernig eigi að hugsa um hana heldur er það
sjálf upplifunin sem skiptir máli.8
Samkvæmt Bate einkennist líf okkar af ákveðnum styrk þegar við lifum
með náttúrunni og að sama skapi verði líf okkar kraftminna þegar tækni og
iðnaður færa okkur fjær náttúrunni og öllu því sem í henni býr. Hið ljóðræna
tungumál er, að mati Bates, sérstök tjáning þar sem hugur og náttúra geta
sameinast að nýju, þó svo að í ljóðunum búi einnig dapurleg meðvitund
um að þessi útópíska þrá sé tálsýn. Það er þessi þrá og tilfinning sem Bates
sækist eftir að endurheimta og veltir fyrir sér, í ljósi þess hversu brothætt
og óhagnýt ljóð eru, hvort ástæðan fyrir langlífi þeirra sé ekki sú að líkt og
allar verur vistkerfisins gegni þau sérstöku hlutverki innan hinnar lífrænu
heildar.9
7 Jonathan Bate, The Song of the Earth, Cambridge, Massachusetts: Harvard University
Press, 2000, bls. xvii.
8 Sama rit, bls. 175.
9 Sama rit, bls. 246.