Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 174
174
HJALTI HUGASON
en trúarskoðanir eiga í hlut.77 Þá greinir stjórnarskrá okkar og nýleg löggjöf
á milli trúarskoðana og annars konar sannfæringar eða lífsskoðana í rík-
ari mæli en virðist fá staðist í ljósi ríkjandi túlkana á alþjóðasáttmálunum.
Sýnir það að trúfrelsishugsun okkar er mótuð af nítjándualdar hugmyndum
meðan alþjóðasamningarnir einkennast af þeirri einstaklingshyggju sem
stöðugt færðist í vöxt á 20. öld. Er áhorfsmál hvort markmiðum endurskoð-
unarinnar 1994–1995 var náð með fullnægjandi hætti þegar um trúfrelsið
er að ræða.78 Það mat sem og sú staðreynd að fjölhyggja hefur aukist og
aðrar hugmyndafræðilegar aðstæður í samfélaginu hafa breyst á þeim 20
árum sem liðin eru kalla á enn frekari endurskoðun í þessu efni.
Samantekt — Tillaga að endurskoðun
Eins og fram er komið víkur stjórnarskrá Íslands frá dönsku „móðurstjórnar-
skránni“ í því að í þeirri fyrrnefndu er að finna samfelldan trúmálabálk sem
hefur að geyma kirkjuskipan og trúfrelsisákvæði í einum og sama kafla.
Hliðstætt eða skylt efni er aftur á móti að finna á fleiri en einum stað í þeirri
síðarnefndu. Ástæðan fyrir mismunandi byggingu stjórnarskránna tveggja
er sú að íslenska stjórnarskráin frá 1874 tók aðeins til sérmála Íslendinga
en Danir litu á landið sem óaðskiljanlegan hluta ríkis síns þegar hún var
sett. Þegar stjórnarskráin var síðan endurskoðuð að fengnu fullveldi og við
lýðveldisstofnunina var byggt á þessari skipan vegna þeirrar hefðar sem á
hana var komin. Efnisleg rök skortir hins vegar fyrir henni. Afleiðingin er
aftur á móti sú að í stjórnarskrá okkar er skipað saman ákvæðum sem að
sumu leyti stangast á, það er kirkjuskipan sem veitir einu trúfélagi sérstöðu
miðað við öll önnur og trúfrelsisákvæðum sem mæla fyrir um jafnan rétt
allra óháð trúar- og lífsskoðunum. Ástæða er þó til að ítreka að hingað til
hefur þjóðkirkjuskipan af því tagi sem hér er við lýði ekki verið talin brjóta
í bága við trúfrelsi.
Þar eð kirkjuskipanin hefur engin áhrif á stjórnskipan landsins virð-
ast ekki rök til að kljúfa efni trúmálabálksins og tengja kirkjuskipanina nú
stjórnskipaninni eins og gert er í Danmörku eða staðsetja hana yfirleitt
77 Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 324–329. Sjá Páll Sigurðsson, „Trúar-
brögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi“, bls. 135. Oddný
Mjöll Arnardóttir, „Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórn-
arskránni“, bls. 368, 371, sjá þó 373, 382–383.
78 Lög um skráð trúfélög. Alþingistíðindi, 1/1999–2000, bls. 667–685. Ragnhildur Helgadótt-
ir, „Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi“, bls. 342–345. Oddný Mjöll Arnardóttir,
„Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni“, bls. 383.