Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 59
59
ÉG GET EKKERT SAGT
andinn sé táknmynd þjóðarinnar, gæti það að minnsta kosti hent að þeir
sem fylgst hafa vel með pólitískri umræðu, sæju renna saman við þá mynd
raunverulegan ráðherra frá 10. áratugnum; ráðherra sem oft hefur sagst
stoltur af verkum sínum, jafnt einkavæðingu bankanna sem virkjunum, og lét
reyndar eftirfarandi orð falla í grein í tilefni kvennafrídagsins árið 2005:
Með samhentu átaki karla og kvenna bind ég vonir við að á komandi
árum verði komið í veg fyrir það misrétti sem launamunur kynjanna er
og þannig tryggt að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf njóti krafta þjóðar-
innar allrar. Aðeins með því móti munum við lyfta okkur upp í hæstu
hæðir alþjóðlegs samanburðar og horfa stolt framan í heiminn.
Greinin sem þessi orð standa í er eftir Valgerði Sverrisdóttur sem var æðsti
yfirmaður bankamála þegar bankarnir voru einkavæddir og æðsti yfirmaður
orkumála þegar Kárahnjúkavirkjun var reist.14
Þar eð líkindi/hliðstæður (e. analogy) virðast marka þankagang manna
í ríkum mæli15 – er ekki útilokað að einhverjir sjái samruna Valgerðar og
þjóðarinnar sem hliðstæðu við samruna lands og konu í ýmsum ættjarðar-
ljóðum 19. aldar – segjum „engil með húfu og rauðan skúf í peysu“ í ljóðinu
„Ég bið að heilsa“ – og ekki dregur það úr skopinu. En meginatriði er að hið
áþekka í orðum ráðherrans og ljóðmælanda Antons Helga kyndir undir að
menn hugleiði ábyrgð kvenna á þróun mála á Íslandi. Ætli lesandi að sleppa
létt frá því, t.d. með því að vísa til þess að Valgerður hafi öfugt við flestar
kremsdós“. Um hugræna bókmenntafræði og Hversdagshöllina“, Af jarðarinnar hálfu,
Ritgerðir í tilefni af sextugsafmæli Péturs Gunnarssonar, ritstj. Jón Karl Helgason
og Torfi Tulinius, Reykjavík: Háskólaútgáfan/Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís-
lands, 2008, bls. 42–48.
14 Valgerður Sverrisdóttir, „Konur, látum til okkar taka“, Morgunblaðið 24. okt. 2005
(leturbr. mín). Önnur dæmi um að Valgerður lýsi stolti sínu, sjá t.d. „Alþjóðlegt
útboð á ríkisbönkum stóð aldrei til“, Morgunblaðið 15. júní 2005 og „Stolt af sinni
vinnu“, DV 30. maí 2009.
15 Hér má ekki aðeins minna á margvísleg skrif Georges Lakoff og Marks Johnson um
líkindi/hliðstæður sem einkenni mannshugarins, heldur einnig vísa til þess að sam-
kvæmt óformlegum könnunum Margaret H. Freeman er lesendum ljóða tamara að
byggja á líkindum og tengslum við blöndun heldur en á þankaferlum sem eru meira
abstrakt og byggjast á formum sem kunna að vera bundin manninum einum, þ.e.
svokölluðum kerfistengingum (e. system mapping), sjá Margaret H. Freeman, „Read-
ing Readers Reading a Poem: From conceptual to cognitive integration“, Cognitive
Semiotics 2, vor 2008, bls. 102–128. Kannanir eins og þær sem Freeman gerir má líta
á sem vísbendingar uns formlegar stórar rannsóknir liggja fyrir.