Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 194
194
THEODOR W. ADORNO
Þið getið sakað mig um að hafa með þessari skilgreiningu, af ótta við
dólgslegar félagsfræðilegar áherslur, göfgað samband ljóðlistar og samfélags
með slíkum hætti, að nánast ekkert standi eftir: einmitt það sem ekki sé sam-
félagslegt í ljóðinu eigi nú að vera hið samfélagslega í því. Þið gætuð rifjað
upp fyrir mér skopmynd Gustaves Doré af erkiafturhaldssinnaða embættis-
manninum, en lofgjörð hans til l’ancien régime [gamla stjórnskipulagsins]
nær hápunkti í upphrópuninni: „Og hverjum eigum við byltinguna 1789
að þakka, herrar mínir, ef ekki Loðvík XVI.!“ Þið gætuð snúið þessu upp á
viðhorf mitt til ljóðlistar og samfélags: samfélagið gegni hér hlutverki kon-
ungsins sem var tekinn af lífi en ljóðlistin hlutverki þeirra sem börðust gegn
honum; ljóðlistin verði engu fremur skýrð út frá samfélaginu en hægt sé
að gera byltinguna að hetjudáð konungsins sem hún steypti af stóli, enda
þótt grunnhyggni hans kunni að hafa átt sinn þátt í því að hún braust út á
þessum tímapunkti. Spurningin er hvort embættismaður Dorés hafi í raun
og veru aðeins verið sá heimski og kaldhæðni áróðursmeistari sem teikn-
arinn hæðist að, hvort ekki búi í óviljandi fyndni hans meiri sannleikur en
almenn skynsemi vill viðurkenna; söguspeki Hegels hefði ýmislegt fram að
færa þessum embættismanni til málsbóta. En líkingin kemur ekki alveg heim
og saman. Ætlunin er ekki að leiða ljóðlistina af samfélaginu, samfélags-
legt inntak hennar er einmitt hið sjálfkvæma, það sem sprettur ekki beint af
ríkjandi þjóðfélagsafstæðum hverju sinni. En heimspekin – hér er aftur átt
við Hegel – þekkir þá íhugulu yrðingu að hinu einstaklingsbundna sé miðlað
um hið almenna og öfugt. Þar með er andstaðan gegn þrýstingi samfélagsins
ekki algjörlega einstaklingsbundið fyrirbrigði, heldur bærast hér á listrænan
hátt hin hlutlægu öfl innan einstaklingsins og sjálfkvæmni hans og knýja hið
þrúgaða og þrúgandi þjóðfélagsástand í átt til þess sem er mannsæmandi.
Þessi öfl tilheyra heildarástandi en ekki aðeins ósveigjanlegri einstaklingsver-
und í blindri andstöðu við samfélagið. Sé í raun hægt að tala um inntak ljóðs-
ins sem hlutlægt vegna hugverundar þess – en öðrum kosti væri ekki hægt að
skýra hið einfaldasta sem kveikir möguleikann á ljóðinu sem listgrein: áhrif
þess á aðra en skáldið í einræðu þess –, þá á það aðeins við þegar samfélagið
knýr ljóðlistaverkið, að höfundinum forspurðum, til að draga sig inn í og
hverfa inn í sjálft sig og fjarlægjast yfirborð samfélagsins. Miðill þessa ferlis
er aftur á móti tungumálið. Sérstæð þversögn hins ljóðræna sköpunarverks,
hugverund sem verður að hlutverund, tengist forgangi málsköpunarinnar í
ljóðlistinni, sem frumhlutverk tungumálsins í skáldskapnum almennt, allt til
prósaformsins, er sprottið af. Því tungumálið sjálft er tvöfalt. Með formum
sínum samlagast það algjörlega hinum huglægu kenndum; það mætti nánast