Peningamál - 01.09.2005, Page 17

Peningamál - 01.09.2005, Page 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 17 Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu eru ívið hærri en hafa lækkað nokkuð frá maímánuði. Sé miðað við nýja grunnverðbólguspá Seðlabankans eru raunstýrivextir einnig um 5½%, hvort sem litið er eitt eða tvö ár fram í tímann. Miðað við spá bankans með breytilegum vöxtum og gengi eru raunstýrivextir bankans hins vegar nokkru lægri eða 4,8% eitt ár fram í tímann og einungis 4,3% tvö ár fram í tímann. Ef verðbólgumarkmið bankans væri talið fyllilega trúverðugt næstu tvö árin væru raunstýrivextir í námunda við 7%. Sé litið til væntinga markaðsaðila og heimila virðist á heildina litið mega álykta að aðhald stýrivaxta Seðlabankans hafi aukist nokkuð frá maímánuði. Hins vegar ber að hafa í huga að verðbólga hefur aukist verulega undanfarna mánuði, sem kann að hafa haft neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar. Enn er nokkuð langt í að aðhaldsstigið verði jafnmikið og í síðustu uppsveiflu. Áhrif síðustu vaxtahækkunar greinilegri á óverðtryggðum útlána- vöxtum bankanna en á vaxtarófi óverðtryggðra ríkisbréfa Meðalvextir óverðtryggðra lána bankanna hækkuðu strax í júní sem nam u.þ.b. stýrivaxtahækkun Seðlabankans í byrjun mánaðarins. Í ágúst hafa þeir svo hækkað enn frekar eða um 0,2 prósentur. Hugsan legt er að um aukið áhættuálag vegna væntrar verðbólgu sé að ræða. Eftir vaxtahækkun bankans í júní gætti áhrifa hennar einkum á skemmri enda óverðtryggða vaxtarófsins. Ávöxt unar krafa ríkisbréfa með tveggja og fimm ára líftíma hækkaði nokkuð, en lítilla sem engra breytinga varð vart á bréfum með átta ára líftíma. Frá vaxtahækkun bankans í júní hækkaði meðalávöxtun ríkisbréfa með tveggja ára líftíma um 0,2 prósentur í tæplega 9,2% og á bréfum með fimm ára líftíma hækkaði ávöxtunin einnig um 0,2 prósentur í 7,7%. Ávöxtun bréfa með átta ára líftíma stóð hins vegar í stað við liðlega 7,5%. Því virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir jafnmikilli stýrivaxtahækkun á skuldabréfamarkaði og raun varð á í byrjun júní (sjá umfjöllun í næsta kafla). Hækkun ávöxtunarkröfu skuldabréfa með fimm ára líftíma má túlka sem svo að fjárfestar hafi eftir hækkunina ekki gert ráð fyrir eins hraðri lækkun vaxta og þeir gerðu ráð fyrir fyrr á árinu. Fyrri hluta september lækkaði ávöxtunarkrafa ríkisbréfa með líftíma til tveggja og fimm ára töluvert og stóð í 8,9% og 7,2% þann 16. september. Líklegt er að þessa lækkun megi að stórum hluta rekja til erlendrar stöðutöku tengdrar skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum (sjá umfjöllun á bls. 68). Þessi þróun hefur unnið gegn viðleitni Seðlabankans til að hækka langtímavexti og þannig dregið nokkuð úr aðhaldssemi peningastefnunnar. Áframhaldandi vaxtahækkanir þegar verðlagðar í markaðsvöxtum Hækkun stýrivaxta í júní sl. um 0,5 prósentur virðist hafa verið heldur meiri en markaðsaðilar væntu miðað við fólgna framvirka vexti sem metnir eru út frá vaxtaferli óverðtryggðra vaxta. Virðist markaðurinn fremur hafa reiknað með að núverandi vaxtastigi yrði náð í tveimur skrefum, því fyrra við útgáfu síðustu Peningamála og því seinna í lok júní. Jafnframt var áframhaldandi hækkun stýrivaxta verðlögð inn í vaxtaferilinn til hausts um 0,25-0,5 prósentur. 4 6 8 10 12 14 16 2003 2004 2005 % Stýrivextir og óverðtryggðir útlánsvextir bankanna Mynd III-4 Heimild: Seðlabanki Íslands. Tölur 1., 11. og 21. hvers mánaðar 1. janúar 2003 - 11. september 2005 Stýrivextir Meðalvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna Meðalkjörvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna 5 6 7 8 9 10 2003 2004 2005 % Stýrivextir RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 Stýrivextir og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa Mynd III-5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 19. september 2005 4 5 6 7 8 9 10 11 2003 2004 2005 Mynd III-3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 19. september 2002 - 19. september 2005 Stýrivextir og aðrir skammtímamarkaðsvextir Þriggja mánaða ríkisvíxlar Þriggja mánaða vextir á millibankamarkaði (REIBOR) Stýrivextir %
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.