Peningamál - 01.09.2005, Síða 26

Peningamál - 01.09.2005, Síða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 26 sem taldar eru til almannatrygginga, en örlitlu minni hjá ríki og sveitar- félögum. Í júníspánni var gert ráð fyrir 2,5% vexti samneyslu á árinu 2005 en nú er spáð 3,5% vexti. Samneyslan óx um 3,7% á fyrri helm ingi ársins og útgjöld ríkisins til þeirra málaflokka sem tilheyra samneyslunni hækkuðu um 5% umfram laun á fyrstu sjö mánuðum þessa árs samanborið við sama tíma á árinu 2004. Því er ólíklegt að vöxtur samneyslu hjá ríki og undirstofnunum þess sem falla undir almannatryggingar verði minni en 3% á árinu 2005. Fjárlög gerðu hins vegar ráð fyrir tæplega 2% vexti. Í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga felst um 1,5% vöxtur sam- neyslu. Það er langt undir meðalvexti undanfarinna ára, sem var 4,2% á árunum 1998-2004, auk þess sem útgjöld hafa tilhneigingu til að fara fram úr áætlunum í aðdraganda sveitarstjórnakosninga. Því er notuð spá fjármálaráðuneytisins frá í maí um 4,5% vöxt í samneyslu sveitarfélaga. Framvindan það sem af er þessu ári bendir til þess að vöxtur samneyslu á næsta ári verði ½ prósentu meiri en gert var ráð fyrir í júní, eða 3%. Í júní var horft til þeirra langtímaáætlana sem fyrir liggja og byggt á lauslegu mati á trúverðugleika þeirra. Spá bankans fyrir árið 2007 er að samneyslan vaxi um 2,7%, heldur minna hjá ríkinu og nokkru meira hjá sveitarfélögunum. Fjármunamyndun Fjármunamyndun á síðasta ári var meiri en áður var talið Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar var fjármunamyndun í fyrra töluvert meiri en fyrri áætlanir bentu til og vöxtur frá fyrra ári 21% í stað tæplega 13%. Breytinguna má einkum rekja til mun meiri fjármunamyndunar atvinnuvega. Einnig er nú áætlað að íbúða- fjárfesting hafi vaxið meira á árinu 2004 en áður var talið en áætlunin um fjárfestingu hins opinbera er nær óbreytt. Horfur á minni vexti í ár en spáð var í júní og minni samdrætti árið 2006 Horfur eru á heldur minni vexti fjármunamyndunar í ár en Seðla- bank inn spáði í júní en minni samdrætti árið 2006. Breytingin frá síðustu spá fyrir árið í ár skýrist einkum af endurskoðun á spá um íbúðafjárfestingu. Árið 2006 er hins vegar spáð meiri vexti fjármunamyndunar atvinnuvega sem stafar af aukinni stór- iðju fjárfestingu. Í spá bankans fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í fjármunamyndun sem stafar að stærstum hluta af samdrætti í fjárfestingu tengdri stóriðju. Hafa verður í huga að samdráttur fjármunamyndunar árin 2006-2007 kemur í kjölfar stóraukinnar fjárfestingar á árunum 2003- 2005. Ef spáin gengur eftir verður fjármunamyndun á árinu 2007 tæplega 28% meiri en fjármunamyndun ársins 2003 og 5,5% meiri en fjármunamyndun ársins 2004. Hlutfall fjármunamyndunar af vergri landsframleiðslu verður þá orðið 20,5%, sem er 3 prósentum lægra en á árinu 2004 en svipað og meðaltal áranna 1980-2004. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Mynd IV-6 Vöxtur fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1998-20071 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 Fjármunamyndun í heild Hið opinbera Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 Mynd IV-5 Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings fjárfestingarvöru á fyrri árshelmingi 1998-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Fjármunamyndun Innflutningur fjárfestingarvöru 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 Mynd IV-4 Fjármunamyndun atvinnuvega og í stóriðju 1991-20071 0 4 8 12 16 20 % af VLF Fjármunamyndun atvinnuvega þar af stóriðja 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.