Peningamál - 01.09.2005, Side 37

Peningamál - 01.09.2005, Side 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 37 Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 12. september og mun því gengisvísitalan vera lægri að meðaltali á seinni hluta ársins. Því er gert ráð fyrir að innflutningur varanlegrar neysluvöru aukist áfram hröðum skrefum það sem eftir lifir ári. Innflutningur tengdur framkvæmdum við álbræðslur og orkuver hefur aukist verulega það sem af er ári, verður líklega enn meiri á síðari hluta ársins og nær hámarki á næsta ári. Aukinn vöruinnflutningur á sama tíma og hægir á vexti vöruútflutnings mun auka enn á viðskiptahallann á þessu ári. Á sömu sveif leggjast vaxandi erlendar skuldir þjóðarinnar, sem auka vaxtabyrðina. Því mun hallinn nema rúmlega 14% af landsframleiðslu ef spáin gengur eftir. Þetta yrði mesti halli svo langt sem hagtölur ná. Mestu hallaár fyrri áratuga voru 12,8% árið 1947 í kjölfar stríðsloka, 8,8% árið 1968 við hrun síldarstofnsins, 10,7% árið 1974 þegar fjármunamyndun var mjög mikil, raungengið hækkaði verulega og viðskiptakjör versnuðu, og 10,4% árið 2000, þegar mikil aukning varð í fjárfestingu og einkaneyslu. Á árinu 2006 er gert ráð fyrir meiri viðskiptahalla en spáð var í júní sl., eða sem nemur rúmlega 11% af vergri landsframleiðslu, hann verður þó töluvert minni en í ár. Gert er ráð fyrir að inn flutn- ingur standi nánast í stað milli ára, en að útflutningur aukist um rúm 6%, sem einkum skýrist af 20% aukningu álútflutnings á árinu. Það dugar þó ekki til að draga verulega úr viðskiptahallanum eftir innflutningsvöxt undanfarinna ára. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 14½% aukningu útflutnings þar sem álútflutningur mun aukast til muna. Á sama tíma er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um 1%. Halli á viðskiptajöfnuði mun eigi að síður nema u.þ.b. 6% af vergri landsframleiðslu. Áætlað er að um helming halla þessa og næsta árs megi rekja beint og óbeint til innflutnings tengds stóriðjuframkvæmdum en einungis um þriðjung halla ársins 2007, sem felur í sér að töluvert vantar á að ytri jöfnuður geti talist sjálfbær það ár. Hækki erlendir vextir meira en gert er ráð fyrir í spánni gæti niðurstaðan orðið töluvert óhagstæðari, en hækkun erlendra meðalvaxta þjóðarbúsins um 1 prósentu eykur að öðru óbreyttu viðskiptahallann um tæplega 1½% af landsframleiðslu. 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Mynd VII-4 Hreinar skuldir þjóðarbúsins, vaxtajöfnuður og erlendir vextir 1990-20051 Hreinar erlendar skuldir sem % af VLF (vinstri ás) Vaxtajöfnuður sem % af VLF (hægri ás) Meðaltal 3 mán. LIBOR- (USD) og EURIBOR-vaxta (hægri ás) 1. Fyrir árið 2005 miðast erlend staða og vaxtajöfnuður við fyrri helming ársins. Heimild: Seðlabanki Íslands. % % Greiðslujöfnuður við útlönd er tvíhliða bókhald um erlend við- skipti. Greiðslujöfnuður samanstendur af viðskiptajöfnuði og fjár- magnsjöfnuði. Viðskiptajöfnuður inniheldur öll vöru- og þjón- ustu viðskipti ásamt þáttatekjum (launum, vöxtum og arði) og rekstr arframlögum. Viðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur og -gjöld þjóð arinnar við útlönd. Fjármagnsjöfnuður sýnir fjármagnsflæði, þ.e. inn- og útstreymi fjármagns vegna viðskipta innlendra aðila við erlenda. Helstu liðir fjármagnsjafnaðar eru fjárframlög1 og fjár magnshreyfingar. Fjármagnshreyfingar flokkast í beina fjár- fest ingu, verðbréfaviðskipti og aðra fjárfestingu, auk hreyfinga á gjald eyrisforða Seðlabankans. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi og sala innlendra aðila á erlendum eignum valda fjárinnstreymi, en endurgreiðslur skulda, s.s. afborganir af lánum og eignamyndun innlendra aðila erlendis, valda útstreymi fjármagns. Ramma grein 2 Skekkjuliður greiðslujafnaðar 1. Sem ekki fela í sér stofnbreytingar á erlendri stöðu þjóðarbúsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.