Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
37
Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 12.
september og mun því gengisvísitalan vera lægri að meðaltali á
seinni hluta ársins. Því er gert ráð fyrir að innflutningur varanlegrar
neysluvöru aukist áfram hröðum skrefum það sem eftir lifir ári.
Innflutningur tengdur framkvæmdum við álbræðslur og orkuver hefur
aukist verulega það sem af er ári, verður líklega enn meiri á síðari hluta
ársins og nær hámarki á næsta ári. Aukinn vöruinnflutningur á sama
tíma og hægir á vexti vöruútflutnings mun auka enn á viðskiptahallann
á þessu ári. Á sömu sveif leggjast vaxandi erlendar skuldir þjóðarinnar,
sem auka vaxtabyrðina. Því mun hallinn nema rúmlega 14% af
landsframleiðslu ef spáin gengur eftir. Þetta yrði mesti halli svo langt
sem hagtölur ná. Mestu hallaár fyrri áratuga voru 12,8% árið 1947 í
kjölfar stríðsloka, 8,8% árið 1968 við hrun síldarstofnsins, 10,7% árið
1974 þegar fjármunamyndun var mjög mikil, raungengið hækkaði
verulega og viðskiptakjör versnuðu, og 10,4% árið 2000, þegar mikil
aukning varð í fjárfestingu og einkaneyslu.
Á árinu 2006 er gert ráð fyrir meiri viðskiptahalla en spáð var
í júní sl., eða sem nemur rúmlega 11% af vergri landsframleiðslu,
hann verður þó töluvert minni en í ár. Gert er ráð fyrir að inn flutn-
ingur standi nánast í stað milli ára, en að útflutningur aukist um
rúm 6%, sem einkum skýrist af 20% aukningu álútflutnings á árinu.
Það dugar þó ekki til að draga verulega úr viðskiptahallanum eftir
innflutningsvöxt undanfarinna ára. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir
14½% aukningu útflutnings þar sem álútflutningur mun aukast til
muna. Á sama tíma er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman
um 1%. Halli á viðskiptajöfnuði mun eigi að síður nema u.þ.b. 6%
af vergri landsframleiðslu. Áætlað er að um helming halla þessa
og næsta árs megi rekja beint og óbeint til innflutnings tengds
stóriðjuframkvæmdum en einungis um þriðjung halla ársins 2007,
sem felur í sér að töluvert vantar á að ytri jöfnuður geti talist sjálfbær
það ár. Hækki erlendir vextir meira en gert er ráð fyrir í spánni
gæti niðurstaðan orðið töluvert óhagstæðari, en hækkun erlendra
meðalvaxta þjóðarbúsins um 1 prósentu eykur að öðru óbreyttu
viðskiptahallann um tæplega 1½% af landsframleiðslu.
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004
0
20
40
60
80
100
120
140
160
180
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Mynd VII-4
Hreinar skuldir þjóðarbúsins, vaxtajöfnuður
og erlendir vextir 1990-20051
Hreinar erlendar skuldir sem % af VLF (vinstri ás)
Vaxtajöfnuður sem % af VLF (hægri ás)
Meðaltal 3 mán. LIBOR- (USD) og EURIBOR-vaxta
(hægri ás)
1. Fyrir árið 2005 miðast erlend staða og vaxtajöfnuður við fyrri helming
ársins.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
% %
Greiðslujöfnuður við útlönd er tvíhliða bókhald um erlend við-
skipti. Greiðslujöfnuður samanstendur af viðskiptajöfnuði og fjár-
magnsjöfnuði. Viðskiptajöfnuður inniheldur öll vöru- og þjón-
ustu viðskipti ásamt þáttatekjum (launum, vöxtum og arði) og
rekstr arframlögum. Viðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur og -gjöld
þjóð arinnar við útlönd. Fjármagnsjöfnuður sýnir fjármagnsflæði,
þ.e. inn- og útstreymi fjármagns vegna viðskipta innlendra aðila
við erlenda. Helstu liðir fjármagnsjafnaðar eru fjárframlög1 og
fjár magnshreyfingar. Fjármagnshreyfingar flokkast í beina fjár-
fest ingu, verðbréfaviðskipti og aðra fjárfestingu, auk hreyfinga á
gjald eyrisforða Seðlabankans. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi
og sala innlendra aðila á erlendum eignum valda fjárinnstreymi, en
endurgreiðslur skulda, s.s. afborganir af lánum og eignamyndun
innlendra aðila erlendis, valda útstreymi fjármagns.
Ramma grein 2
Skekkjuliður
greiðslujafnaðar
1. Sem ekki fela í sér stofnbreytingar á erlendri stöðu þjóðarbúsins.