Peningamál - 01.09.2005, Side 50

Peningamál - 01.09.2005, Side 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 50 IX Stefnan í peningamálum Vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum kallar á aukið aðhald Eins og greiningin hér að framan ber með sér einkennist fram vinda efnahagsmála frá vormánuðum af vaxandi ójafnvægi í þjóðar- búskapnum. Eignaverð hefur hækkað hröðum skrefum, útlána vöxtur aukist, vöxtur einkaneyslu slegið met, halli á utanríkisviðskiptum ekki verið meiri áratugum saman og verðbólga hefur undanfarna mánuði aukist á ný, eftir nokkra hjöðnun sl. vor, og er nú á ný yfir þolmörkum. Skilaboðin til stjórnvalda, hvort heldur peningamála eða opinberra fjármála, eru skýr. Aukins aðhalds er þörf ef tryggja á stöðugleika verðlags og í þjóðarbúskapnum í heild til lengri tíma litið. Áður hefur verið fjallað um ástæður þeirrar miklu eftirspurnar sem nú ríkir, þ.e.a.s. samanlögð áhrif stórframkvæmda og upp- stokkunar á íslenskum lánamarkaði, ekki síst breytinga á markaði fasteigna veðlána síðla árs 2004 sem komu flestum í opna skjöldu. Einkenni uppsveiflunnar eru að mörgu leyti hin sömu og í lok síðustu aldar. Þau eru þó að ýmsu leyti sterkari en þá. T.d. er spennan á íbúða markaði enn meiri nú og raunverð íbúða sennilega hærra yfir lang tímajafnvægi en þá. Vöxtur einkaneyslu er að þessu sinni knúinn af miklum lántökum og skuldasöfnun fremur en auknum kaupmætti ráðstöfunartekna, sem jókst hratt á árunum 1997-1999. Meiri töf í miðlun peningastefnunnar nú en áður og hún hvílir meira á aðlögun gengis krónunnar Eitt sérkenni þessarar uppsveiflu er að hækkun stýrivaxta úr 5,3% í 9,5% hefur til þessa haft hverfandi áhrif á verðtryggða langtímavexti. Miðlun peningastefnunnar á sér reyndar ævinlega stað með töluverðri töf og svo var einnig í síðustu uppsveiflu. Töfin er hins vegar meiri nú. Fyrir því eru líklega tvær ástæður: Í fyrsta lagi fyrrgreind uppstokkun á íslenskum lánamarkaði, sem hefur orðið aðhaldsaðgerðum Seðla- bankans yfirsterkari, og í öðru lagi óvenjulágir erlendir vextir, sem hafa haldist nálægt sögulegu lágmarki og jafnvel lækkað, öfugt við innlenda skammtímavexti. Vextir langtímaskuldabréfa í Þýskalandi voru sl. sumar hinir lægstu í heila öld. Undir lok uppsveiflunnar á tíunda áratugnum voru vextir í Evrópu og Bandaríkjunum hins vegar almennt á uppleið, eftir tímabundna lækkun árið 1998, og lögðust á sömu sveif og aðhaldsaðgerðir Seðlabankans. Niðurstaðan af þessum óvenjulegu aðstæðum er að miðlun peningastefnunnar hefur að miklu leyti átt sér stað í gegnum gengis- hækkun krónunnar, en að öðru leyti verið bundin við styttri enda óverðtryggða vaxtarófsins. Vaxtamunur við útlönd er um þessar mundir nokkru meiri en þegar uppsveiflan á árunum 1998-2000 var í algleymingi og gengi krónunnar er hærra. Jafnframt eiga lágir erlendir vextir óbeint þátt í því að kynda undir meiri hækkun eignaverðs en á sér fordæmi hér á landi. Hugmyndir um að „hleypa verðbólgunni í gegn” eru varhugaverðar Þær sérstöku aðstæður sem nú eru fyrir hendi gera stjórn peningamála sérlega vandasama og hafa að mörgu leyti óæskileg áhrif á virkni hennar. Aukið aðhald kemur um þessar mundir mjög misjafnlega niður 1997 1999 2001 2003 2005 Mynd IX-1 Stýrivextir og ávöxtunarkrafa verðtryggðra langtímaskuldabréfa Stýrivextir Seðlabankans Spariskírteini (RIKS 15 1001) Húsbréf (25 ára1) Íbúðabréf (HFF150434) 1. Samsett röð: IBH 21 0115, IBH 22 1215, IBH 26 0315. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2 4 6 8 10 12 % Vikulegar tölur, 8. janúar 1997 - 13. september 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.