Peningamál - 01.09.2005, Page 55

Peningamál - 01.09.2005, Page 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 55 verðbólgu til skamms tíma en grunnspáin, en meiri ef horft er til tveggja ára. Þessar spár virðast því gefa til kynna að vaxtaferillinn sem markaðsaðilar gera ráð fyrir veiti ekki nógu mikið aðhald. Þær gefa einnig vísbendingu um hvert æskilegt vaxtastig kann að vera á næstu árum (væntanlega hærra en það sem markaðsaðilar reikna með) en eru sama marki brenndar og grunnspárnar, þ.e.a.s. gætu aukið á verð- bólguvæntingar. Til greina kæmi að birta vaxtaspá Þriðji möguleikinn er að birta spár sem ganga út frá hagkvæmasta vaxtaferli, þ.e.a.s. miða við þá vexti sem áætlað er að þurfi til þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans gangi eftir. Nokkrir seðlabankar hafa á undanförnum árum fikrað sig í þessa átt. Eðli málsins samkvæmt munu slíkar spár ávallt sýna verðbólgu í grennd við verðbólgumarkmiðið. Því væri í raun fremur um vaxtaspár að ræða en verðbólguspár. Þessar spár krefjast mikillar vinnu og ekki er víst að þær séu á færi jafn lítils banka og Seðlabanka Íslands. Óvissan í þessum spám yrði mikil og e.t.v. er heppilegra að lengri tími líði frá upptöku verðbólgumarkmiðs til að hægt sé að meta þau líkön sem nota þarf við spágerðina út frá gögnum á þeim tíma. Því er ekki víst að Seðlabankinn sjái sér fært að birta slíkar spár í bráð, en ástæða er til að kanna það ofan í kjölinn. Peningastefnan er enn ekki nægilega aðhaldssöm Verðbólguspáin sem birt er í þessu hefti Peningamála sýnir enn einu sinni að tilefni er til aukins aðhalds. Í kafla III er komist að þeirri niður- stöðu að fjármálaleg skilyrði fyrirtækja og einstaklinga um þessar mundir séu eilítið aðhaldssamari en þau voru á vormánuðum, en ekki svo að miklu muni, enda hafa önnur öfl að nokkru unnið á móti auknu aðhaldi peningastefnunnar. Þótt minni vitneskja liggi fyrir um verðbólguvæntingar nú en oft áður má draga þá ályktun að enn sé nokkuð langt í að þær samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þótt raunstýrivextir bankans hafi hækkað á ýmsa mælikvarða virðist enn nokkuð langt í að þeir veiti svipað aðhald og í síðustu uppsveiflu. Í ljósi þess að aðhaldið þá virðist ekki hafa verið nægilegt – að hluta til vegna þess að Seðlabankinn fylgdi á þeim tíma fastgengisstefnu – og í ljósi þess að ójafnvægið í þjóðarbúskapnum nú virðist enn meira en í lok tuttugustu aldar má draga þá ályktun að líklegt sé að raunstýrivextir þurfi að verða a.m.k. jafnháir og þá, en líklega töluvert hærri. Annar algengur mælikvarði á aðhaldssemi peningastefnu er munur stýrivaxta og nafnvaxtar landsframleiðslu. Jákvæður munur, þ.e.a.s. stýrivextir sem eru hærri en nemur nafnvexti landsframleiðslu, er talinn vísbending um aðhaldssama peningastefnu. Neikvæður munur í fyrra bendir til þess að of mikill slaki hafi verið á peningastefnunni þá og þótt slakinn hafi u.þ.b. horfið í lok ársins hafi ekki tekist að auka aðhaldið verulega. Þessi þróun endurspeglar þá staðreynd að hagvöxtur og verðbólga hafa þrásinnis reynst meiri en vænst var og peningastefnan því ekki eins aðhaldssöm og stefnt var að. 16. Þ.e. út frá vaxtamun framvirkra vaxta hér á landi og erlendis (út frá viðskiptavegnum framvirkum skammtímavöxtum). 1997 1999 2001 2003 2005 Mynd IX-4 Raunstýrivextir Seðlabankans % 0 1 2 3 4 5 6 7 8 verðbólguálag ríkisbréfa til tveggja ára verðbólguálag ríkisbréfa til átta ára verðbólguvæntingar almennings verðbólguspár sérfræðinga á markaði Raunstýrivextir miðað við: Vikulegar tölur 8. janúar 1997- 13. september 2005 Verðbólguvæntingar almennings miðast við verðbólgu næstu tólf mánuði og verðbólguspár sérfræðinga miða við tólf mánuði til ársloka 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IX-5 Nafnvöxtur landsframleiðslu og stýrivextir Seðlabankans % Heimild: Seðlabanki Íslands. Ársfjórðungslegar tölur 1. ársfj. 1998 - 2. ársfj. 2005 -8 -4 0 4 8 12 16 Stýrivextir Nafnvöxtur landsframleiðslu Mismunur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.