Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 62
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
62
Viðauki 2
Gengisvísitölur: Hvað mæla þær?
Breytt umhverfi – ný sjónarmið
Endurskoðun aðferða við útreikning gengisvísitalna
í Seðlabank anum
Lausleg athugun á útreikningi gengisvísitalna í nokkrum nálægum lönd -
um sýnir að aðferðafræðin við gerð slíkra vísitalna hefur tekið nokkrum
breytingum á undanförnum árum. Upptaka evrunnar og fl ot vaxandi
fjölda gjaldmiðla heims virðist ýmist hafa dregið úr áherslu á slíkar
vísitölur (vogir þeirra jafnvel ekki verið uppfærðar) eða leitt til breyt-
inga á að ferðafræðinni. Aukin áhersla virðist t.d. lögð á að vísitölurnar
séu sem víð astar, þ.e. innihaldi fl eiri frekar en færri gjaldmiðla. Breyting-
ar á um gjörð peningastefnunnar hér á landi fyrir nokkrum árum gefa
einnig tilefni til þess að endurskoða aðferðir við útreikning gengis-
vísitölu krón unnar.
Aðferðir við að ákveða vægi landa í gjaldmiðlakörfum eru nokk-
uð mismunandi eftir löndum. Í sumum löndum er eingöngu miðað
við vöruviðskipti. Upplýsingar um landaskiptingu þjónustuviðskipta
eru almennt taldar síður áreiðanlegar en upplýsingar um vöruviðskipti
og því hafa sumir talið vænlegast að gefa sér að þau skiptist líkt og
vöruviðskiptin. Annars staðar eru þjónustuviðskipti tekin með að fullu
og í enn öðrum löndum er einungis tekið tillit til landaskiptingar tekna
af ferðamönnum.
Gagngerar breytingar urðu á framkvæmd peningastefnunnar á
Ís landi árið 2001, þegar horfi ð var frá fastgengisstefnu og verðbólgu-
markmið tekið upp ásamt fl jótandi gengi. Þegar vægi gjaldmiðla í hinni
opinberu gengisvísitölu á tímum fastgengisstefnunnar var ákveðið réð
þörf peningastefnunnar fyrir kjölfestu í formi fastrar gengisviðmiðunar
að nokkru leyti ferðinni. Gjaldmiðlakarfan þurfti því að vera samsett af
gjaldmiðlum með stöðugt innra virði, þ.e.a.s. gjaldmiðlum landa með
litla verðbólgu. Þetta sjónarmið var sérstaklega áberandi á árunum
1990 til 1995 þegar hlutdeild landa með litla verðbólgu var aukin. Árið
1995 var að nokkru leyti dregið í land þegar tekin var upp víðari geng-
isvísitala. Það hafði að vísu ekki mikil áhrif í reynd, enda fór verðbólga
almennt minnkandi víða um heim. Sú stefna að tengja krónuna við
körfu „harðra gjaldmiðla” varð þó aldrei jafn hrein hér á landi og í ýms-
um nágrannalöndum sem tóku upp tengingu við ECU, sem líta mátti
á sem óbeina tengingu við þýska markið. Aldrei var fyllilega sagt skilið
við þá stefnu að gengið gæti verið mikilvægt aðlögunartæki þegar
landið yrði fyrir ytri áföllum, ekki síður en kjölfesta peningastefnunnar,
og því var talið mikilvægt að gengisvísitalan endurspeglaði einnig vel
breytingar á samkeppnisstöðu atvinnuveganna.
Eftir að krónan fór á fl ot árið 2001 hefur þörfi n fyrir viðmiðun
við körfu harðra gjaldmiðla minnkað verulega. Enn er þó gagnlegt að
reikna gengisvísitölur í tvennum tilgangi: til að fylgjast með þróun sam-
keppnisstöðu og áhrifum gengisbreytinga á innlent verðlag. Sérstak-