Peningamál - 01.09.2005, Page 67

Peningamál - 01.09.2005, Page 67
Stýrivaxtahækkun Seðlabanki Íslands tilkynnti hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur 3. júní 2005. Um var að ræða níundu hækkunina á rúmlega ári en samtals hefur bankinn hækkað stýrivexti um 4,2 prósentur frá 11. maí 2004. Frá því að Seðlabankinn hóf núverandi hækkunarferli vaxta hefur munur daglánavaxta og viðskiptareikningsvaxta bankans verið minnkaður markvisst úr 4,9 prósentum í 3 prósentur og er það liður í þeirri viðleitni bankans að auka áhrif vaxtastefnu sinnar. Þrengra vaxtabil leiðir til þess að vaxtasveiflur á millibankamarkaði fyrir lán í krónum verða minni og stýrivextir bankans þ.a.l. áhrifameiri. Samhliða vaxtabreytingunni í byrjun júní var ákveðið að bjóða innstæðubréf með sama hætti og endurhverf viðskipti, þ.e. á tiltekinni ávöxtunarkröfu en að ótakmarkaðri fjárhæð. Ávöxtun innstæðubréfa var ákveðin 0,15 prósentum lægri en ávöxtun í endurhverfum viðskiptum. Endurhverf viðskipti Seðlabankans og sala innstæðubréfa í reglulegum uppboðum fer fram vikulega og er samningstíminn ein vika. Gengisstyrking Í byrjun maí tilkynnti Seðlabankinn um sérstök kaup á gjaldeyri vegna áforma ríkissjóðs um að greiða niður meira af erlendum lánum en áður hafði verið fyrirhugað. Rúm lausafjárstaða ríkissjóðs réð því m.a. að ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd. Kaupin fóru fram í nokkrum áföngum og keypti Seðlabankinn alls 100 milljónir Bandaríkjadala á millibankamarkaði. Hinn 12. maí var birt vísitala neysluverðs. Breyting hennar virtist koma á óvart og veiktist gengi krónunnar um 1,4% þann dag. Vísitala gengisskráningar var skráð 116,81 13. maí. Eftir það tók gengi krónunnar að styrkjast og 1. júní var vísitalan skráð 110,63. Í júní flökti vísitalan á bilinu frá 110 til 113 en júlí markaðist af hægri en nokkuð jafnri styrkingu. Viðskipti voru þó lítil um skeið. Styrkingin frá júlí gekk síðan til baka á nokkrum dögum í ágústbyrjun en svo styrktist krónan aftur. Í lok ágúst og byrjun september hófu erlendir aðilar að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum eins og lýst er í rammagrein 1. Það leiddi til nokkurs innflæðis gjaldeyris, krónan Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Viðburðaríkt sumar Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur snemma í júní. Í kjölfarið hækkuðu vextir á millibankamarkaði fyrir lán í krónum og gengið styrktist. Gengissveiflur urðu þegar erlendir aðilar hófu að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum. Ný gengisskráningarvog var tekin upp í júlíbyrjun. Einkavæðing Símans fór fram í sumar og gekk greiðlega fyrir sig. Ríkissjóður nýtir erlendan hluta greiðslunnar fyrir Símann til að greiða niður erlendar skuldir og áformar að nýta hluta af innlendri greiðslu til aukinna gjaldeyriskaupa til að greiða enn frekar niður erlend lán. Lausafjárstaða ríkissjóðs hefur verið mjög rúm á undanförnum mánuðum. Stöðugt er unnið að þróun stórgreiðslukerfis Seðlabankans og urðu tímamótabreytingar í september. Verðbréfamarkaðurinn hefur blómstrað. 1. Upplýsingar í greininni miðast við 19. september 2005. 31. desember 1991 = 100 Vísitala gengisskráningar Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 4. janúar - 19. september 2005 105 109 113 117 j f m a m j j á s
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.