Peningamál - 01.09.2005, Page 69
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
69
t.d. þegar bankar misreikna lausafé í umferð, ellegar þegar óvæntir
atburðir verða. Óvæntir atburðir tengjast oftast með einhverjum hætti
aðgerðum eða viðskiptum Seðlabankans eða ríkissjóðs og hafa áhrif
á allt kerfið en hitt er líka mögulegt að ófullkomin miðlun fjár á milli
lánastofnana eigi þar hlut að máli. Vextir til lengri tíma, t.d. viku og
þriggja mánaða, hafa verið ótrúlega stöðugir, sem bendir til þess að
millibankaviðskipti í þessum tímalengdum séu tiltölulega sjaldgæf og
lítið reyni á þessa vexti. Þátttakendur á millibankamarkaði með lán
í krónum eru skuldbundnir til að gefa leiðbeinandi verðtilboð í þær
tímalengdir og því hljóta þeir að gera tilboðin í fullri alvöru. Þar að auki
eru vextir til lengri tíma einnig viðmið í gjaldeyrisskiptasamningum en
það styður einnig við áreiðanleika þeirra. Munurinn á vöxtum til lengri
tíma og skemmri getur gefið vísbendingar um hvaða vaxtaþróun
fjárfestar búast við. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum
hafði þau áhrif að vextir á millibankamarkaði til eins árs lækkuðu
aðeins, sem túlka mætti á þann veg að markaðurinn búist við að
Seðlabankinn hækki vexti sína ekki eins mikið fyrir vikið. Allt eins gæti
verið að eigandi króna í kjölfar þessara viðskipta hafi varið sig með
því að lána þær á markaði til árs og aukið þar með framboð í þeirri
tímalengd og í kjölfarið lækki vextir vegna þess að mótaðilar hafa ekki
áhuga á krónum til svo langs tíma. Vextir í nokkrum tímalengdum
lána á millibankamarkaði og helstu vextir Seðlabankans eru sýndir á
mynd 2 (stýrivextir Seðlabankans hafa verið umreiknaðir úr ávöxtun í
flata vexti til að þeir verði sambærilegir við aðra vexti á myndinni).
Ný gengisskráningarvog
Hinn 11. júlí tók gildi ný gengisskráningarvog. Hún sýnir vægi
einstakra gjaldmiðla í vísitölu gengisskráningar. Vogin er endurskoðuð
einu sinni á ári og er tekið mið af viðskiptum Íslands við útlönd á liðnu
ári. Breytingar nú voru fremur litlar ef frá er talin tilfærsla frá evru í
Bandaríkjadal um u.þ.b. 1,2 prósentur. Gengisskráningarvog er sýnd
í töflu 1.
Meiri sveiflur í gjaldeyrisjöfnuði
Reglur um gjaldeyrisjöfnuð kveða á um hve mikill munur má vera á
erlendum eignum og skuldum banka. Ef bankar eiga meira í gjaldeyri
en þeir skulda (eiga gnótt af gjaldeyri) er jöfnuðurinn jákvæður en
neikvæður ef þeir skulda meira en þeir eiga. Reglur Seðlabankans um
gjaldeyrisjöfnuð kveða svo á að misvægi verði aldrei meira en 30% af
eigin fé bankanna. Síðan eru sérákvæði um að misvægi í einstökum
myntum verði ekki meira en 15% en þó er heimilt að fara í 20% í
Tafla 1 Ný gengisskráningarvog
Mynt Ný vog (%) Breyting (prósentur)
Bandaríkjadalur 23,03 1,19
Breskt pund 12,10 0,21
Kanadadalur 1,10 0,04
Dönsk króna 8,13 -0,28
Norsk króna 6,04 0,13
Sænsk króna 3,87 0,19
Svissneskur franki 1,21 -0,18
Evra 41,14 -1,23
Japanskt jen 3,38 -0,07
Ávöxtun á krónumarkaði og vextir
Seðlabankans
Mynd 2
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Daglegar tölur 4. janúar - 19. september 2005
%
6,0
6,5
7,0
7,5
8,0
8,5
9,0
9,5
10,0
10,5
11,0
11,5
j f m a m j j á s
Viðskiptareikningar lánastofnana í Seðlabanka
Daglánavextir Seðlabankans
Stýrivextir Seðlabankans (umreiknaðir í flata vexti)
Eins dags millibankavextir (O/N)
Þriggja mánaða millibankavextir (3 M)