Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 69

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 69
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 69 t.d. þegar bankar misreikna lausafé í umferð, ellegar þegar óvæntir atburðir verða. Óvæntir atburðir tengjast oftast með einhverjum hætti aðgerðum eða viðskiptum Seðlabankans eða ríkissjóðs og hafa áhrif á allt kerfið en hitt er líka mögulegt að ófullkomin miðlun fjár á milli lánastofnana eigi þar hlut að máli. Vextir til lengri tíma, t.d. viku og þriggja mánaða, hafa verið ótrúlega stöðugir, sem bendir til þess að millibankaviðskipti í þessum tímalengdum séu tiltölulega sjaldgæf og lítið reyni á þessa vexti. Þátttakendur á millibankamarkaði með lán í krónum eru skuldbundnir til að gefa leiðbeinandi verðtilboð í þær tímalengdir og því hljóta þeir að gera tilboðin í fullri alvöru. Þar að auki eru vextir til lengri tíma einnig viðmið í gjaldeyrisskiptasamningum en það styður einnig við áreiðanleika þeirra. Munurinn á vöxtum til lengri tíma og skemmri getur gefið vísbendingar um hvaða vaxtaþróun fjárfestar búast við. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum hafði þau áhrif að vextir á millibankamarkaði til eins árs lækkuðu aðeins, sem túlka mætti á þann veg að markaðurinn búist við að Seðlabankinn hækki vexti sína ekki eins mikið fyrir vikið. Allt eins gæti verið að eigandi króna í kjölfar þessara viðskipta hafi varið sig með því að lána þær á markaði til árs og aukið þar með framboð í þeirri tímalengd og í kjölfarið lækki vextir vegna þess að mótaðilar hafa ekki áhuga á krónum til svo langs tíma. Vextir í nokkrum tímalengdum lána á millibankamarkaði og helstu vextir Seðlabankans eru sýndir á mynd 2 (stýrivextir Seðlabankans hafa verið umreiknaðir úr ávöxtun í flata vexti til að þeir verði sambærilegir við aðra vexti á myndinni). Ný gengisskráningarvog Hinn 11. júlí tók gildi ný gengisskráningarvog. Hún sýnir vægi einstakra gjaldmiðla í vísitölu gengisskráningar. Vogin er endurskoðuð einu sinni á ári og er tekið mið af viðskiptum Íslands við útlönd á liðnu ári. Breytingar nú voru fremur litlar ef frá er talin tilfærsla frá evru í Bandaríkjadal um u.þ.b. 1,2 prósentur. Gengisskráningarvog er sýnd í töflu 1. Meiri sveiflur í gjaldeyrisjöfnuði Reglur um gjaldeyrisjöfnuð kveða á um hve mikill munur má vera á erlendum eignum og skuldum banka. Ef bankar eiga meira í gjaldeyri en þeir skulda (eiga gnótt af gjaldeyri) er jöfnuðurinn jákvæður en neikvæður ef þeir skulda meira en þeir eiga. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð kveða svo á að misvægi verði aldrei meira en 30% af eigin fé bankanna. Síðan eru sérákvæði um að misvægi í einstökum myntum verði ekki meira en 15% en þó er heimilt að fara í 20% í Tafla 1 Ný gengisskráningarvog Mynt Ný vog (%) Breyting (prósentur) Bandaríkjadalur 23,03 1,19 Breskt pund 12,10 0,21 Kanadadalur 1,10 0,04 Dönsk króna 8,13 -0,28 Norsk króna 6,04 0,13 Sænsk króna 3,87 0,19 Svissneskur franki 1,21 -0,18 Evra 41,14 -1,23 Japanskt jen 3,38 -0,07 Ávöxtun á krónumarkaði og vextir Seðlabankans Mynd 2 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 4. janúar - 19. september 2005 % 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 11,5 j f m a m j j á s Viðskiptareikningar lánastofnana í Seðlabanka Daglánavextir Seðlabankans Stýrivextir Seðlabankans (umreiknaðir í flata vexti) Eins dags millibankavextir (O/N) Þriggja mánaða millibankavextir (3 M)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.