Peningamál - 01.09.2005, Page 71

Peningamál - 01.09.2005, Page 71
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 71 laust fé hefur minnkað, sem einnig tengist hærri bindiskyldu, hefur vægi innstæðubréfa minnkað. Bindiskylda hefur vaxið um 31% frá áramótum og þurftu bindiskyldar lánastofnanir að leggja inn tæplega 15,7 ma.kr. á reikninga í Seðlabankanum að meðaltali á dag til að uppfylla hana. Í apríl 2004 var samsvarandi fjárhæð um 10,2 ma.kr. Endurhverf viðskipti og innstæðubréf eru sýnd á mynd 5. Daglán fáséð og gjaldeyrisskiptasamningum fækkar Notkun daglána er orðin hverfandi og er hægt að telja á fingrum annarrar handar þau tilvik frá júníbyrjun þar sem Seðlabankinn hefur veitt lánastofnunum daglán. Heildarfjárhæðin þessa mánuði er um fjórðungur þeirra daglána sem veitt voru á sama tíma í fyrra. Þessa breytingu má m.a. rekja til bættrar lausafjárstýringar banka og sameiningar viðskipta- og bindiskyldureikninga lána stofn ana í Seðlabankanum. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyris- skiptasamninga hafa dregist mikið saman á milli ára. Á tímabilinu frá 1. maí til 9. september áttu sér stað 19 viðskipti að verðmæti u.þ.b. 18 ma.kr. samanborið við 71 viðskipti upp á rúmlega 48 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Lásar á stórgreiðslukerfi Áhersla Seðlabankans á lausafjárstýringu hefur tengst breytingum sem orðið hafa á greiðslukerfum á síðustu árum. Smágreiðslukerfið (svokallað jöfnunarkerfi) og stórgreiðslukerfið voru greind að fyrir nokkru og markvisst hefur verið unnið að því að laga kerfin að alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Fyrir nokkrum misserum voru settar heimildir á stórgreiðslureikninga og eigendur krafðir um tryggingar fyrir þeim. Stöku sinnum hefur lánastofnunum orðið á í messunni og þær farið út fyrir heimildir en því hefur verið kippt í liðinn jafnharðan. Til að auðvelda bönkum umgengni en jafnframt til að auka öryggi kerfisins hefur Seðlabankinn frá áramótum boðið bönkum að hækka heimild innan dags gegn tryggingu og vægu gjaldi. Nokkrum sinnum hafa bankarnir nýtt sér það en oftast hefur rúm staða á reikningum dugað til að mæta þörfum. Stórt skref í þróuninni var stigið 16. september þegar settir voru lásar á stórgreiðslureikninga og þar með verður lánastofnunum ókleift að fara upp fyrir heimildir. Þetta skref var stigið eftir mikla og vandaða yfirferð hjá bönkunum, Reiknistofu bankanna, Verðbréfaskráningu Íslands og Seðlabankanum. Í þeirri yfirferð tókst að lagfæra nokkra hnökra í ferlum sem tengdust umgengni um stórgreiðslureikninga og uppgjör. Vaxtamunur og vaxtabreytingar Vaxtamunur á milli Íslands og helstu viðskiptalanda hefur vaxið þegar horft er til þriggja mánaða vaxta ríkisvíxla (úr 6,39 prósentum í 6,88 prósentur) en er nánast óbreyttur í 6,42 prósentum á þriggja mánaða lánum á millibankamarkaði á tímabilinu frá 2. maí til 8. september. Vaxtamunur á 5 ára ríkisskuldabréfum lækkaði hins vegar á sama tímabili úr 4,53 í 4,17 prósentur. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentur í byrjun júlí og aftur jafnmikið í byrjun ágúst. Stýrivextirnir eru nú 3,5% og hefur bankinn hækkað stýrivexti sína í reglulegum skrefum í rúmlega ár. Seðlabanki Englands Ma.kr. Innstæðubréf Endurhverf viðskipti Staða endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa Mynd 5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vikulegar tölur 4. janúar - 13. september 2005 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.