Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 71
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
71
laust fé hefur minnkað, sem einnig tengist hærri bindiskyldu, hefur
vægi innstæðubréfa minnkað. Bindiskylda hefur vaxið um 31% frá
áramótum og þurftu bindiskyldar lánastofnanir að leggja inn tæplega
15,7 ma.kr. á reikninga í Seðlabankanum að meðaltali á dag til að
uppfylla hana. Í apríl 2004 var samsvarandi fjárhæð um 10,2 ma.kr.
Endurhverf viðskipti og innstæðubréf eru sýnd á mynd 5.
Daglán fáséð og gjaldeyrisskiptasamningum fækkar
Notkun daglána er orðin hverfandi og er hægt að telja á fingrum
annarrar handar þau tilvik frá júníbyrjun þar sem Seðlabankinn
hefur veitt lánastofnunum daglán. Heildarfjárhæðin þessa mánuði
er um fjórðungur þeirra daglána sem veitt voru á sama tíma í fyrra.
Þessa breytingu má m.a. rekja til bættrar lausafjárstýringar banka
og sameiningar viðskipta- og bindiskyldureikninga lána stofn ana
í Seðlabankanum. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyris-
skiptasamninga hafa dregist mikið saman á milli ára. Á tímabilinu frá
1. maí til 9. september áttu sér stað 19 viðskipti að verðmæti u.þ.b.
18 ma.kr. samanborið við 71 viðskipti upp á rúmlega 48 ma.kr. á sama
tímabili í fyrra.
Lásar á stórgreiðslukerfi
Áhersla Seðlabankans á lausafjárstýringu hefur tengst breytingum
sem orðið hafa á greiðslukerfum á síðustu árum. Smágreiðslukerfið
(svokallað jöfnunarkerfi) og stórgreiðslukerfið voru greind að fyrir
nokkru og markvisst hefur verið unnið að því að laga kerfin að
alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Fyrir nokkrum misserum voru
settar heimildir á stórgreiðslureikninga og eigendur krafðir um
tryggingar fyrir þeim. Stöku sinnum hefur lánastofnunum orðið á
í messunni og þær farið út fyrir heimildir en því hefur verið kippt í
liðinn jafnharðan. Til að auðvelda bönkum umgengni en jafnframt
til að auka öryggi kerfisins hefur Seðlabankinn frá áramótum boðið
bönkum að hækka heimild innan dags gegn tryggingu og vægu gjaldi.
Nokkrum sinnum hafa bankarnir nýtt sér það en oftast hefur rúm
staða á reikningum dugað til að mæta þörfum. Stórt skref í þróuninni
var stigið 16. september þegar settir voru lásar á stórgreiðslureikninga
og þar með verður lánastofnunum ókleift að fara upp fyrir heimildir.
Þetta skref var stigið eftir mikla og vandaða yfirferð hjá bönkunum,
Reiknistofu bankanna, Verðbréfaskráningu Íslands og Seðlabankanum.
Í þeirri yfirferð tókst að lagfæra nokkra hnökra í ferlum sem tengdust
umgengni um stórgreiðslureikninga og uppgjör.
Vaxtamunur og vaxtabreytingar
Vaxtamunur á milli Íslands og helstu viðskiptalanda hefur vaxið þegar
horft er til þriggja mánaða vaxta ríkisvíxla (úr 6,39 prósentum í 6,88
prósentur) en er nánast óbreyttur í 6,42 prósentum á þriggja mánaða
lánum á millibankamarkaði á tímabilinu frá 2. maí til 8. september.
Vaxtamunur á 5 ára ríkisskuldabréfum lækkaði hins vegar á sama
tímabili úr 4,53 í 4,17 prósentur. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði
stýrivexti sína um 0,25 prósentur í byrjun júlí og aftur jafnmikið í
byrjun ágúst. Stýrivextirnir eru nú 3,5% og hefur bankinn hækkað
stýrivexti sína í reglulegum skrefum í rúmlega ár. Seðlabanki Englands
Ma.kr.
Innstæðubréf
Endurhverf viðskipti
Staða endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa
Mynd 5
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vikulegar tölur 4. janúar - 13. september 2005
-10
0
10
20
30
40
50
60
70
jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept.