Peningamál - 01.09.2005, Side 79

Peningamál - 01.09.2005, Side 79
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 79 Peningastefnusjónarmið Gjaldeyrisforði gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ríki með fast gengis- stefnu. Seðlabanki sem rekur fastgengisstefnu þarf að eiga viðskipti með heimamyntina á gjaldeyrismarkaði til að jafnvægi verði á milli eftirspurnar og framboðs og gengið haldist fast eða innan vikmarka fastgengisstefnunnar þegar þeim er til að dreifa. Til að stunda þessi viðskipti þarf seðlabankinn að halda gjaldeyrisforða og sé hann nægilega stór styður það trúverðugleika fastgengisstefnunnar. Ríki með flotgengisstefnu ættu að jafnaði að komast af með minni gjaldeyrisforða þar sem ekki þarf inngrip til að verja gengi gjald- miðilsins. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort lönd með fljótandi gengi þurfi yfir höfuð að halda gjaldeyrisforða út frá peningastefnusjónarmiðum. Það er ekki augljóst en þó má hugsa sér að seðlabanki gæti ákveðið að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn telji hann jafnvægisraungengið verulega frábrugðið markaðsgenginu eða ef stórar og skyndilegar gengissveiflur ógna eðlilegum viðskiptum á markaðinum. Einnig gæti seðlabanki talið æskilegt að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til að hamla gegn verðbólgu sem stafar af hækkandi innflutningsverði vegna veikingar gjaldmiðils viðkomandi lands. Jafnvel þótt ríki með fljótandi gengi ákveði að grípa alls ekki inn í gjaldeyrismarkað og forðahald sem stýritæki í peningastjórnun sé ónauðsynlegt þá gæti verið æskilegt að halda forða þar sem markaðsaðilar og lánshæfisfyrirtæki líta gjarnan svo á að það auki trúverðugleika peningastefnunnar. Á Norðurlöndunum er ein af ástæð um fyrir forðahaldi talin vera stuðningur við peningastefnu þrátt fyrir að peningastefna þeirra sé ólík. Finnland á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa verðbólgumarkmið og Danmörk rekur fastgengisstefnu gagnvart evrunni. Þegar íslenskur fjármálamarkaður tók að þróast og virkur gjaldeyrismarkaður varð til breyttist hlutverk forðans og hann varð stýritæki við stjórn peningamála í samræmi við þáverandi fastgengisstefnu. Það birtist t.d. í því að Seðlabankinn nýtti forðann til inngripa á gjaldeyrismarkaði á árunum 2000 og 2001 í þeim tilgangi að jafna sveiflur á gengi krónunnar og halda henni innan vikmarka fastgengisstefnunnar. Eftir að umgjörð peningastefnunnar var breytt snemma árs 2001 og gengi krónunnar látið ráðast af framboði og eftirspurn á markaði hefur Seðlabankinn fyrst og fremst átt viðskipti á gjaldeyrismarkaði með það fyrir augum að byggja upp trúverðugan gjaldeyrisforða og til þess að geta séð ríkissjóði fyrir gjaldeyri til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans í mars 2001 var raunar tekið fram að bankinn gæti gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn teldi hann það nauðsynlegt til þess að stuðla að markmiðinu um verðbólgu eða ef hann teldi að gengissveiflur gætu ógnað fjármálalegum stöðugleika. Þó má segja að eftir að fastgengisstefnan var aflögð og meginmarkmið peningastefnu Seðlabankans varð að halda verðlagi stöðugu hafi þörf bankans fyrir gjaldeyrisforða frá sjónarhóli peningastefnunnar minnkað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.