Peningamál - 01.09.2005, Síða 80

Peningamál - 01.09.2005, Síða 80
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 80 Öryggissjónarmið Þjóðríki leitast við að eiga varasjóð til að mæta hugsanlegum áföllum, svo sem óvæntum sveiflum á viðskiptajöfnuði, breytingum á aðgangi að lánsfé á erlendum mörkuðum eða sem tryggingarsjóð gegn náttúruhamförum. Gjaldeyrisforði hefur þannig það hlutverk að tryggja að nægilegt fé sé til taks til að draga úr áhrifum skyndilegra áfalla. Á síðustu áratugum hefur verið leitast við að halda stærð gjald- eyrisforða Seðlabanka Íslands nálægt fjárhæð sem nemur u.þ.b. þriggja mánaða vöruinnflutningi án skipa og flugvéla. Fyrr á árum var því einkum litið á forðann sem varasjóð til að tryggja greið viðskipti við útlönd, en tekjur útflutningsatvinnuvega voru mjög sveiflukenndar auk þess sem landið var aðili að Bretton-Woods- fastgengiskerfinu. Forðinn átti að geta mætt sveiflum í inn- og útflutningi. Þessu hefur verið líkt við reiðufjárþörf einstaklinga og fyrirtækja sem þurfa að hafa fé handbært til að standa straum af daglegum rekstrarútgjöldum. Forðann væri því hægt að nota til þess að jafna inn- og útstreymi gjaldeyris við óvæntar aðstæður. Almennt séð er eitt af markmiðunum með forðahaldi að sjá til þess að gjaldeyrismarkaður sé starfhæfur og að hægt sé að grípa inn í hann ef markaðsbrestur verður. Ónógur gjaldeyrisforði gæti orðið kveikja að spákaupmennskuárás á íslensku krónuna, sérstaklega ef fjárfestar tryðu því að Seðlabankinn gripi inn í markaðinn á einhverju stigi. Flotgengisstefna dregur hins vegar verulega úr líkum á slíkri árás. Ef almennt er talið að forði sé nægilegur eykur það traust á gjaldmiðlinum og getur dregið úr líkum á skyndilegum fjárflótta. Vax- andi fjárfesting erlendra aðila í innlendum verðbréfum hefur hækkað þá fjárhæð sem hugsanlega gæti horfið í einni svipan ef trú þeirra á gjaldmiðilinn brysti. Svipuð röskun á markaði gæti orðið fyrir tilstilli innlendra fjárfesta og yrði slík hreyfing síst minni. Snöggar breytingar hafa oft orðið á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum og gengi gjaldmiðla hækkað eða lækkað skarpt á skömm- um tíma. Kveikjan að slíku gæti t.d. verið birting óvæntra frétta úr efnahagslífi viðkomandi lands. Þótt íslenski gjaldeyrismarkaðurinn sé ekki alþjóðlegur í eiginlegri merkingu og með aðeins þrjá innlenda banka sem viðskiptavaka, lýtur hann þó í grundvallaratriðum sömu lögmálum og markaðir erlendis þar sem gengi ræðst af framboði og eftirspurn. Þar sem flotgengisstefna er við lýði er seðlabanki ekki skuld bundinn til þess að bregðast við verðsveiflum á gjaldeyrismarkaði jafnvel þótt þær séu krappar. Seðlabankinn gæti þurft að vera við því búinn að leysa ýmis vanda mál sem gætu grafið undan virkni gjaldeyrismarkaðarins. Þau gætu t.d. komið upp vegna brotthvarfs viðskiptavaka, ef markaðurinn þornaði upp, ef munur kaup- og sölutilboða yrði óeðlilega mikill eða vegna annarra óvæntra áfalla. Seðlabankinn gæti skyndilega þurft að leika stærra hlutverk í daglegum viðskiptum á millibankamarkaði og tryggja að viðskipti með íslensku krónuna stöðvist ekki. Að öðrum kosti gæti hlotist af röskun sem gæti grafið undan fjármálalegum stöðugleika. Til beinna inngripa kæmi þó væntanlega aðeins ef bankinn teldi það nauðsynlegt til þess að stuðla að markmiðinu um verðbólgu eða ef hann teldi að gengissveiflur gætu ógnað fjármálalegum stöðug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.