Peningamál - 01.11.2006, Side 7

Peningamál - 01.11.2006, Side 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 7 Lækkun óbeinna skatta tefur fyrir nauðsynlegri aðlögun Eins og Seðlabankinn hefur ítrekað lagt áherslu á er mikilvægasta verkefni innlendrar hagstjórnar um þessar mundir að vinda ofan af því mikla ójafnvægi sem er í þjóðarbúskapnum og birtist m.a. í framleiðsluspennu, vinnuaflsskorti, gríðarlegum viðskiptahalla og verðbólgu langt yfir markmiði Seðlabankans. Þetta viðfangsefni mun ef að líkum lætur að mestu leyti hvíla á Seðlabankanum. Of snemma var slakað á því tímabundna aðhaldi í opinberum framkvæmdum sem tilkynnt var um mitt árið til þess að það hefði marktæk áhrif. Aðgerðir stjórnvalda til lækkunar óbeinna skatta og vörugjalda seinka óhjákvæmilegri aðlögun eftirspurnar og ótímabært er að rýmka útlánareglur Íbúðalánasjóðs á ný. Peningalegt aðhald þarf því að vara lengur en ella þar sem aðhaldsstig ríkisfjármála minnkar að öðru óbreyttu og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst u.þ.b. sem nemur lækkun verðlags af völdum lækkunar skatta og vörugjalda. Aðgerðirnar leiða því til aukinnar eftirspurnar og hægja á þeirri aðlögun í þjóðarbúskapnum sem er forsenda þess að ná tökum á verðbólgunni til langframa. Þær valda því að hagvöxtur verður u.þ.b. ½ prósentu meiri á næstu tveimur árum en hann hefði ella orðið nema gripið verði til mótvægisaðgerða í ríkis fjármálum eða aðhald peningastefnunnar aukið samsvarandi. Vissulega mun mæld verðbólga minnka töluvert um nokkurt skeið, eða þar til að áhrif verðlagslækkunarinnar hafa gengið yfir ári eftir að hún kemur til framkvæmdar. Undirliggjandi verðbólguþrýstingur minnkar hins vegar ekki. Þvert á móti eykst hann þegar líða tekur á spátímann og áhrifa aukinnar eftirspurnar fer að gæta. Í fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum er því horft fram hjá fyrstu áhrifum lægri óbeinni skatta og vörugjalda á verðbólgu.2 Hins vegar bregst peningastefnan við þensluáhrifum aðgerðanna sem tekur að gæta á árinu 2008. Til þess að verðbólgumarkmiðið náist í lok spátímans er hér reiknað með að þurfi um 0,25-0,5 prósentum hærri stýrivexti á öllu tímabilinu en hefði þurft án lækkunar skatta og vörugjalda. Útlit fyrir að kostnaðarverðbólga hafi verið ofmetin Í síðustu spá Seðlabankans var reiknað með að gengislækkun á fyrri hluta ársins og launakostnaðarauki vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní sl. myndu skila sér fljótt í aukinni verðbólgu og að hún næði hámarki í 11% um mitt næsta ár. Nú liggur fyrir að Seðlabankinn ofspáði verðbólgu umtalsvert á þriðja fjórðungi þessa árs. Jafnframt er útlit fyrir að kostnaðaráhrifin hafi í heild verið ofmetin og endurspeglast það í nýju spánni. Áfram er þó gert ráð fyrir töluverðum áhrifum og ekki útilokað að áhrifin verði meiri en nú er reiknað með. Horfur eru á að verðbólga verði um 7½% á síðasta fjórð- ungi þessa árs og hækki í tæplega 8% á fyrsta fjórðungi næsta árs. Verðbólguhorfur til næsta hálfa árs hafa því batnað verulega frá því í júní, þótt verðbólga sé áfram langt yfir verðbólgumarkmiðinu. 2. Slíkar aðgerðir geta haft annarrar umferðar áhrif í gegnum launaþróun, en ólíklegt að svo verði nú vegna þess að þegar hefur verið samið um töluverðar viðbótarhækkanir launa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.