Peningamál - 01.11.2006, Side 9

Peningamál - 01.11.2006, Side 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 9 II Ytri skilyrði og útflutningur Enn eru ytri skilyrði þjóðarbúsins að mörgu leyti góð. Hagvöxtur hefur aukist á mikilvægustu markaðssvæðunum. Heldur hefur dregið úr áhyggjum af verðbólgu í kjölfar nokkurrar lækkunar orkuverðs á haustmánuðum. Langtímavextir víða um heim hafa lækkað í kjölfarið og gefið vaxtamunarviðskiptum byr undir báða vængi. Þessar alþjóð- legu hræringar hafa ásamt hærri stýrivöxtum ýtt undir styrk krónunnar og annarra hávaxtagjaldmiðla. Hinar hagstæðu ytri aðstæður eru þó e.t.v. ekki byggðar á traustum grunni. Ójafnvægið í heimsbúskapnum, sem fjallað hefur verið um í síðustu heftum Peningamála, er enn til staðar. Ofgnótt sparnaðar í Asíu og olíuútflutningsríkjum fjármagnar enn viðskiptahalla og einkaneyslu í Bandaríkjunum og víðar, þ.m.t. á Íslandi. Leiti heimsbúskapurinn hratt í átt til jafnvægis kann það að leiða til erfiðrar aðlögunar í löndum þar sem hraður vöxtur hvílir á hagstæðum alþjóðlegum fjármálaskilyrðum. Í spám sem hér eru kynntar er gengið út frá því að þessi aðlögun verði hægfara og án veru legra áfalla fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Í þeirri forsendu er fólgin mikil óvissa. Gott ástand á helstu mörkuðum endurspeglast í háu útflutnings- verði, sem vegur þyngra en hátt verð innfluttrar orku. Afli og útflutn- ingur sjávarafurða hefur hins vegar verið í lægð á þessu ári og horf- urnar fyrir næstu tvö ár eru ekki sérlega góðar. Útflutningur mun engu að síður aukast hratt vegna aukinnar álframleiðslu. Horfur á áframhaldandi örum vexti heimsframleiðslunnar Efnahagsbatinn í Evrópu heldur áfram, en talsvert hefur hægt á hag- vexti í Bandaríkjunum. Nokkuð dró úr hagvexti í Japan á öðrum fjórð- ungi ársins, en útlán eru farin að aukast á ný eftir margra ára samdrátt. Japanski seðlabankinn er tekinn að draga úr slakanum í peningamál- um. Framhald þess gæti haft töluverð áhrif á vaxtamunarviðskipti og þar með gengi krónunnar. Þróunin í Evrópu skiptir þó líklega mestu máli. Heimsframleiðslan jókst heldur meira á fyrri hluta ársins en spár höfðu gert ráð fyrir. Aukin alþjóðavæðing, sem hefur örvað vöxt heimsverslunarinnar ásamt einstaklega hagstæðum skilyrðum á fjármálamörkuðum í heiminum, hafa verið mikilvægir drifkraftar vaxtarins undanfarin ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir rúmlega 5% hagvexti árið 2006 og að aðeins dragi lítillega úr vextinum á næsta ári. Gangi spáin eftir yrði núverandi hagvaxtarskeið í heiminum hið mesta frá upphafi áttunda áratugarins. Ör hagvöxtur hefur leitt til þess að verðbólguþrýstingur hefur aukist mjög undanfarið. Mikil framleiðsluaukning í mörgum svokölluðum nýmarkaðsríkjum hefur stóraukið eftirspurn eftir flestum tegundum hrávara og olíu og leitt til mikillar hækkunar heimsmarkaðsverðs, þótt nýlega hafi orðið nokkur lækkun. Fram til þessa hefur verðhækkunin þó ekki haft teljandi áhrif á kjarnaverðbólgu í helstu iðnríkjunum, enda mikil samkeppni í fram- leiðslugeirunum sem einnig má rekja til áðurnefndrar alþjóðavæðingar en með henni hefur mikið nýtt vinnuafl streymt inn í heimshagkerfið. 1. Tölur fyrir 2006 eru bráðabirgðatölur. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1.ársfj.1998 - 2.ársfj. 20061 Hagvöxtur á helstu viðskiptasvæðum Íslands Magnbreyting VLF frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 200620052004200320022001200019991998 Bandaríkin Bretland Evrusvæði Japan 1. Tölur fyrir 2005 - 2011 byggjast á spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Mynd II-2 Alþjóðleg hagþróun 1970 - 20111 Heimsframleiðsla og heimsverslun Br. frá fyrra ári (%) Vöxtur heimsframleiðslu (v. ás) Vöxtur heimsverslunar (h. ás) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 201020052000199519901985198019751970 Br. frá fyrra ári (%)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.