Peningamál - 01.11.2006, Page 11

Peningamál - 01.11.2006, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 11 eina prósentu milli mánaða síðustu tvo mánuði og er árshækkun Halifax-húsnæðisvísitölunnar nú um 8%. Verðbólga hefur aukist tals- vert frá síðustu útgáfu Peningamála og mældist 2,4% í september, sem er ½ prósentu aukning frá áramótum. Efnahagshorfur á Norðurlöndunum eru almennt góðar. Á öðrum fjórðungi ársins jókst hagvöxtur í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, en í Danmörku dró lítið eitt úr vextinum. Verðbólga hefur verið stöðug í kringum 2% í Danmörku og Noregi það sem af er árinu, en hefur aukist töluvert í Finnlandi og Svíþjóð þar sem hún nálgast 2% (sjá mynd II-6). Hillir undir lok verðhjöðnunar í Japan Eftir langvarandi baráttu við verðhjöðnun hækkaði seðlabanki Japans stýrivexti sína í júlí, en hann hafði haldið vöxtum í 0% síðan í mars árið 2001. Margt bendir til þess að japanski þjóðarbúskapurinn sé að ná sér á strik. Efnahagsbatinn er þó enn háður allmikilli óvissu. Verðbólga er rétt undir einu prósenti og hefur verið jákvæð frá því í maí. Verðhækkanir hafa þó næstum einskorðast við matar-, raf- magns-, bensín- og vatnskostnað meðan aðrir liðir hafa hækkað mun minna og jafnvel lækkað. Að undanskildu matarverði nam árshækkun neysluverðlags 0,3%. Ný vísitala neysluverðs án matar- og orkuverðs sýnir hins vegar lítils háttar verðhjöðnun það sem af er ári. Umtalsverð lækkun olíuverðs undanfarna mánuði gæti tímabundið valdið verð- hjöðnun, ef ekki koma til hækkanir annarra liða neysluverðsvísitöl- unnar. Útlánavöxtur í Japan hefur hins vegar aukist töluvert á þriðja ársfjórðungi og verið jákvæður allt árið. Búist er við að hagvöxtur verði um 2,7% á árinu en hann er að miklu leyti drifinn áfram af atvinnuvegafjárfestingu. Mjög hóflegar launahækkanir undanfarin misseri hafa hins vegar haldið aftur af vexti einkaneyslu sem hefur verið sein að taka við sér. Komist innlend eftirspurn á betra skrið er líklegt að hraðar verði dregið úr slaka peningastefnunnar með örari vaxtahækkunum en nú er reiknað með. Það gæti haft nokkur áhrif á gengi hávaxtagjaldmiðla, þ.á.m. íslensku krónuna, vegna vaxta- munarviðskipta. Áfram hraður vöxtur í nýmarkaðsríkjum Asíu og Mið-Evrópu Þótt þorri utanríkisviðskipta Íslands eigi sér stað á hefðbundnum markaðssvæðum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum fer hlutur ýmissa nýmarkaðsríkja vaxandi. Vaxandi vægi þeirra í heimsbúskapnum veld- ur einnig töluverðum óbeinum áhrifum. Mikill hagvöxtur í ýmsum nýmarkaðsríkjum í Asíu hefur t.d. átt mikinn þátt í hækkun hrá- vöruverðs undanfarin ár. Hraður vöxtur í Kína, borinn uppi af miklum útflutningi og fjárfestingu, vegur þar þungt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir u.þ.b. 10% hagvexti í Kína árið 2006 og svipuðum vexti á næsta ári. Heldur hefur hægt á hagvexti í ýmsum öðrum löndum í Asíu, t.d. Indlandi og Pakistan, en það má einkum rekja til hás olíuverðs og aukins aðhalds í peningamálum. Í Mið-Evrópu hefur hagvöxtur verið ör að undanförnu, þótt efnahagsástandið sé nokkuð mismun- andi. Í Póllandi hefur hagvöxtur einnig verið töluverður og var hann 5,5% á öðrum ársfjórðungi og verðbólga aðeins 1,4%. Víða annars staðar er hagvöxtur einnig með ágætum. Í Rússlandi hefur hagvöxtur verið ör undanfarin ár og horfur eru á að innlend eftirspurn vaxi ört á 1.Verðbólgutala fyrir evrusvæðið í september er bráðabirgðamat. Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-5 Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands Janúar 2002 - ágúst 20061 -2 -1 0 1 2 3 4 5 Bandaríkin Japan Evrusvæði Bretland 20062005200420032002 1. Septembertölur vantar fyrir Finnland og Svíþjóð. Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-6 Verðbólguþróun á Norðurlöndunum Janúar 2003 - september 20061 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk 2006200520042003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.