Peningamál - 01.11.2006, Síða 12

Peningamál - 01.11.2006, Síða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 12 næstunni. Þótt horfur séu almennt góðar ríkir nokkur óvissa um getu nýmarkaðsríkja til að standa af sér þrengri skilyrði í heimsviðskiptum og á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skammtímavextir á uppleið en langtímavextir hafa lækkað nokkuð Seðlabankar víða um heim hafa brugðist við auknum verðbólguþrýst- ingi með því að hækka stýrivexti. Af nítján seðlabönkum OECD-ríkja hafa sextán hækkað stýrivexti frá maílokum. Skammtímavextir hafa hækkað í takt við stýrivexti en langtímavextir hafa hins vegar lækkað nokkuð frá því um mitt sumar. Langtímavextir í helstu iðnríkjunum hækkuðu framan af árinu eða allt til byrjunar júlímánaðar en hafa síðan lækkað (sjá mynd II-7). Þessi þróun skýrist e.t.v. af væntingum um minni hagvöxt í Bandaríkjunum en áður var búist við. Aukin eft- irspurn frá seðlabönkum í Asíuríkjum eftir langtímaríkisskuldabréfum í stað skemmri bréfa gæti einnig skýrt að hluta til breytingar á skamm- tíma- og langtímavöxtum. Væntingar fjárfesta um að stýrivaxtahækk- unarferli Seðlabanka Bandaríkjanna sé lokið eða að líða undir lok gætu einnig skýrt þessa þróun langtímavaxta. Olíuverð á niðurleið? Olíuverð hefur lækkað talsvert frá útgáfu síðustu Peningamála. Óvíst er hvort lækkunin sé varanleg, því að á haustmánuðum er eftirspurn jafnan hvað minnst, eftir tímabil aukinnar bensíneftirspurnar á sumar- leyfistímanum, en áður en vetrarkuldi eykur eftirspurn eftir olíu til húshitunar á norðurhveli. Minni eftirspurn eftir olíu gæti einnig verið merki um að hægt hafi á vexti heimsframleiðslunnar. Hver sem skýr- ingin kann að vera er ljóst að lækkun olíuverðs ætti að létta talsvert á verðbólguþrýstingi sem myndaðist vegna mikilla hækkana framan af árinu. Aflabrögð dræm framan af ári Horfur eru á að afli dragist saman í ár og útflutningur sjávarafurða minnki að raungildi annað árið í röð. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nam samdrátturinn 5% á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Meginskýring samdráttarins er 410 þús. tonnum minni loðnuafli á þessu ári en í fyrra, eða 69% samdráttur. Á móti hefur botnfiskafl- inn það sem af er ári verið nokkru meiri en í fyrra, eða um 13 þús. tonnum, sem var um 2% aukning. Eftir því sem líður á árið dregur úr vægi minni loðnuafla á vetrarvertíð og gert er ráð fyrir að útflutn- ingur sjávarafurða dragist saman um 3% á þessu ári. Vitað er að illa horfir með loðnustofninn og ekkert hefur fundist af loðnu seinustu mánuði. Því eru horfur með loðnuafla á næsta ári mjög óljósar. Einnig eru aflaheimildir í ýsu og þorski minni á yfirstandandi fiskveiðiári sem hófst hinn 1. september sl. en á liðnu fiskveiðiári. Þá er einnig dökkt útlit með karfastofninn og líkur á að afli muni dragast saman á næstu árum. Botnfiskaflinn á næsta ári mun því dragast saman. Af þessu leiðir að spáð er að útflutningur sjávarafurða muni dragast saman á næsta ári, eða um 2% að raungildi. Það yrði þriðja árið í röð sem framleiðsla sjávarafurða dregst saman. Erfitt er að leggja mat á horfur um afla og útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2008. Mikil óvissa Heimild: Reuters EcoWin. % Mynd II-7 Vextir 10 ára erlendra ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 3.október 2006 0 1 2 3 4 5 6 2006200520042003 Bandaríkin Bretland Evrusvæði Japan Heimildir: Bloomberg, NYMEX, Reuters EcoWin. US$/fat Mynd II-8 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Mánaðarlegar tölur janúar 2002 - desember 2008 Heimsmarkaðsverð á hráolíu Framvirkt verð á hráolíu 0 10 20 30 40 50 60 70 80 2008200720062005200420032002 Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, NYMEX, Seðlabanki Íslands. Jan. 1999 = 100 Mynd II-9 Verð á sjávarafurðum (í erl. gjaldmiðli) og áli Verð sjávarafurða alls (v. ás) Álverð (h. ás) Spá um verð sjávarafurða (v. ás) Framvirkt verð áls (h. ás) ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 90 95 100 105 110 115 120 125 130 1.000 1.250 1.500 1.750 2.000 2.250 2.500 2.750 3.000 $/tonn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.