Peningamál - 01.11.2006, Side 16
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
16
þessara Peningamála og haldist því sem næst óbreyttir út árið 2008,
enda gerir hann ráð fyrir meiri verðbólgu á næstu tveimur árum en
hinir (sjá nánar í rammagrein VIII-1).
Framvirkir vextir benda einnig til þess að fjárfestar vænti að
hækkunum stýrivaxta sé lokið og að þeir taki fljótlega að lækka hraðar
en spár greiningaraðila gefa til kynna. Markaðsaðilar virðast reikna
með því að stýrivextir verði komnir í um 9% eftir eitt ár og um 6,5%
ári síðar. Þetta er jafnframt mun hraðari lækkun en fólst í framvirkum
vöxtum við útgáfu síðustu Peningamála. Þá bentu framvirkir vextir til
þess að fjárfestar væntu þess að stýrivextir yrðu um 10,5% á sama
tíma á næsta ári og um 8,5% ári seinna. Þetta gerist þótt stýrivext-
ir séu við upphaf spátímans einni prósentu hærri en vænt hámark
vaxtaferilsins þegar síðasta spá var gerð í júní.
Eins og í síðustu grunnþjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans
er stýrivaxtaferillinn í grunnspánni meðaltal stýrivaxtaferlanna á mynd
III-4. Samkvæmt því verða stýrivextir rúmlega 10% eftir eitt ár og
u.þ.b. 8% eftir tvö ár. Í því felst að stýrivextir verða að meðaltali um
12½% á þessu ári, um 11½% á því næsta og rúmlega 8% árið 2008.
Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum eykst á ný
Líklegt er að aukin útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum
hafi haft áhrif á vaxtaþróun. Aukin útgáfa fór saman við alþjóðlega
lækkun langtímavaxta. Segja má að sama staða sé komin upp og á
tímabilinu frá ágúst 2005 fram í febrúar 2006 þegar eftirspurn eftir
óverðtryggðum ríkisbréfum jókst mjög vegna skiptasamninga sem
fylgdu útgáfunni. Stýrivaxtahækkanir höfðu síðan meiri áhrif á ávöxt-
un óverðtryggðra skuldabréfa þegar draga fór úr útgáfunni undir lok
febrúarmánaðar. Í lok ágúst áttu erlendir aðilar meira en helming
útgefinna óverðtryggðra ríkisskuldabréfa en líklegt er að meginmark-
mið sumra eigenda bréfanna sé að losna við gengisáhættu tengda
útgáfu skuldabréfanna í íslenskum krónum.
Þróun verðtryggðra vaxta mismunandi eftir lengd bréfanna
Frá útgáfu síðustu Peningamála fóru vextir verðtryggðra íbúðabréfa
lengst af lækkandi, einkum á tveimur lengri flokkunum, þ.e. þeim sem
eru á gjalddaga árin 2034 og 2044. Hins vegar hefur nýlega orðið
umtalsverð hækkun, mest á stysta flokknum sem er á gjalddaga árið
2014. Þessi þróun skýrist líklega bæði af auknu aðhaldi peningastefn-
unnar og áhrifum yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um lækkun óbeinna
skatta. Hvort tveggja er til þess fallið að leiða til minni eftirspurnar eftir
styttri flokkum verðtryggðra skuldabréfa og þannig þrýsta ávöxtunar-
kröfu þeirra upp. Þessara áhrifa gætir síður í lengri flokkunum þar sem
undirliggjandi langtímahagvaxtarhorfur vega þyngra.
Einnig er hugsanlegt að óvissa um framboð verðtryggðra skulda-
bréfa á vegum ríkisins eða um baktryggingu þeirra hafi tímabundið
valdið aukinni eftirspurn eftir þeim. Mikil óvissa er um framtíð Íbúða-
lánasjóðs og áframhaldandi ábyrgð ríkissjóðs á lánum hans. Dregið
hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði, en það dregur úr útgáfu
íbúða bréfa. Einnig er staða ríkissjóðs góð um þessar mundir og því lítil
þörf fyrir útgáfu ríkisskuldabréfa. Fjárfestar sjá því fram á skort á verð-
tryggðum bréfum, sem mun halda ávöxtunarkröfunni niðri.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd III-4
Stýrivextir Seðlabanka Íslands samkvæmt
framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila
September 2006 - október 2008
Spá greiningaraðila
Framvirkir vextir
%
4
6
8
10
12
14
16
2006 2007 2008
Mynd III-5
Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og
vaxtaþróun1
Ágúst 2005 - október 2006
Ma.kr.
1. Gögn til og með 31. október 2006.
Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands.
Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás)
Stýrivextir (h. ás)
RIKB 07 0209 (h. ás)
RIKB 08 0613 (h. ás)
RIKB 10 0317 (h. ás)
RIKB 13 0517 (h. ás)
Ma.kr.
0
10
20
30
40
50
60
7,00
8,25
9,50
10,75
12,00
13,25
14,50
20062005