Peningamál - 01.11.2006, Síða 16

Peningamál - 01.11.2006, Síða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 16 þessara Peningamála og haldist því sem næst óbreyttir út árið 2008, enda gerir hann ráð fyrir meiri verðbólgu á næstu tveimur árum en hinir (sjá nánar í rammagrein VIII-1). Framvirkir vextir benda einnig til þess að fjárfestar vænti að hækkunum stýrivaxta sé lokið og að þeir taki fljótlega að lækka hraðar en spár greiningaraðila gefa til kynna. Markaðsaðilar virðast reikna með því að stýrivextir verði komnir í um 9% eftir eitt ár og um 6,5% ári síðar. Þetta er jafnframt mun hraðari lækkun en fólst í framvirkum vöxtum við útgáfu síðustu Peningamála. Þá bentu framvirkir vextir til þess að fjárfestar væntu þess að stýrivextir yrðu um 10,5% á sama tíma á næsta ári og um 8,5% ári seinna. Þetta gerist þótt stýrivext- ir séu við upphaf spátímans einni prósentu hærri en vænt hámark vaxtaferilsins þegar síðasta spá var gerð í júní. Eins og í síðustu grunnþjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans er stýrivaxtaferillinn í grunnspánni meðaltal stýrivaxtaferlanna á mynd III-4. Samkvæmt því verða stýrivextir rúmlega 10% eftir eitt ár og u.þ.b. 8% eftir tvö ár. Í því felst að stýrivextir verða að meðaltali um 12½% á þessu ári, um 11½% á því næsta og rúmlega 8% árið 2008. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum eykst á ný Líklegt er að aukin útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum hafi haft áhrif á vaxtaþróun. Aukin útgáfa fór saman við alþjóðlega lækkun langtímavaxta. Segja má að sama staða sé komin upp og á tímabilinu frá ágúst 2005 fram í febrúar 2006 þegar eftirspurn eftir óverðtryggðum ríkisbréfum jókst mjög vegna skiptasamninga sem fylgdu útgáfunni. Stýrivaxtahækkanir höfðu síðan meiri áhrif á ávöxt- un óverðtryggðra skuldabréfa þegar draga fór úr útgáfunni undir lok febrúarmánaðar. Í lok ágúst áttu erlendir aðilar meira en helming útgefinna óverðtryggðra ríkisskuldabréfa en líklegt er að meginmark- mið sumra eigenda bréfanna sé að losna við gengisáhættu tengda útgáfu skuldabréfanna í íslenskum krónum. Þróun verðtryggðra vaxta mismunandi eftir lengd bréfanna Frá útgáfu síðustu Peningamála fóru vextir verðtryggðra íbúðabréfa lengst af lækkandi, einkum á tveimur lengri flokkunum, þ.e. þeim sem eru á gjalddaga árin 2034 og 2044. Hins vegar hefur nýlega orðið umtalsverð hækkun, mest á stysta flokknum sem er á gjalddaga árið 2014. Þessi þróun skýrist líklega bæði af auknu aðhaldi peningastefn- unnar og áhrifum yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um lækkun óbeinna skatta. Hvort tveggja er til þess fallið að leiða til minni eftirspurnar eftir styttri flokkum verðtryggðra skuldabréfa og þannig þrýsta ávöxtunar- kröfu þeirra upp. Þessara áhrifa gætir síður í lengri flokkunum þar sem undirliggjandi langtímahagvaxtarhorfur vega þyngra. Einnig er hugsanlegt að óvissa um framboð verðtryggðra skulda- bréfa á vegum ríkisins eða um baktryggingu þeirra hafi tímabundið valdið aukinni eftirspurn eftir þeim. Mikil óvissa er um framtíð Íbúða- lánasjóðs og áframhaldandi ábyrgð ríkissjóðs á lánum hans. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði, en það dregur úr útgáfu íbúða bréfa. Einnig er staða ríkissjóðs góð um þessar mundir og því lítil þörf fyrir útgáfu ríkisskuldabréfa. Fjárfestar sjá því fram á skort á verð- tryggðum bréfum, sem mun halda ávöxtunarkröfunni niðri. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-4 Stýrivextir Seðlabanka Íslands samkvæmt framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila September 2006 - október 2008 Spá greiningaraðila Framvirkir vextir % 4 6 8 10 12 14 16 2006 2007 2008 Mynd III-5 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum og vaxtaþróun1 Ágúst 2005 - október 2006 Ma.kr. 1. Gögn til og með 31. október 2006. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Útgáfa erlendra skuldabréfa (v. ás) Stýrivextir (h. ás) RIKB 07 0209 (h. ás) RIKB 08 0613 (h. ás) RIKB 10 0317 (h. ás) RIKB 13 0517 (h. ás) Ma.kr. 0 10 20 30 40 50 60 7,00 8,25 9,50 10,75 12,00 13,25 14,50 20062005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.