Peningamál - 01.11.2006, Síða 19

Peningamál - 01.11.2006, Síða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 19 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Í síðustu þjóðhagsspám Seðlabankans hefur verið dregin upp mynd af nauðsynlegri aðlögun efnahagslífsins að jafnvægi að loknu ofþenslu- skeiði. Reiknað hefur verið með að dragi nokkuð hratt úr vexti innlendr- ar eftirspurnar. Samkvæmt endurskoðuðu uppgjöri þjóðhagsreikninga frá Hagstofu Íslands var hagvöxtur mun meiri á síðustu tveimur árum en áður var talið. Hefur hann ekki verið jafn mikill hérlendis á tveggja ára tímabili síðan á fyrstu árum áttunda áratugar síðustu aldar. Þessar tölur hafa þó nokkur áhrif á mat Seðlabankans á framleiðsluspennu. Hún er nú metin meiri á síðasta ári en talið var í sumar en heldur minni á yfirstandandi ári. Hvenær spennan hverfur veltur hins vegar mjög á þeim stýrivaxtaferli sem miðað er við. Verulegur munur er á milli grunnspár og fráviksspáa hvað það varðar. Ólík aðlögun innlendrar eftirspurnar í grunnspá og fráviksspám Líkt og í síðasta hefti Peningamála byggist grunnspá bankans á vaxta ferli sem endurspeglar væntingar markaðs- og greiningaraðila um þróun stýrivaxta á næstu misserum. Birtar eru tvær fráviksspár. Í annarri þeirra er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum út spátímabilið en í hinni að brugðist sé við þannig að verðbólgumarkmiðið náist á spátímabilinu. Mismikið peningalegt aðhald í grunnspá og fráviksspám hefur veruleg áhrif á með hvaða hætti aðlögun innlendrar eftirspurnar verður. Í umfjölluninni um efnahagshorfur hér á eftir verður litið til allra þessara spáferla. Meiri vöxtur fjárfestingar í ár en spáð var seinkar aðlögun innlendrar eftirspurnar Vöxtur fjárfestingar í ár verður líklega meiri en gert var ráð fyrir í síð- ustu spá bankans. Þá var áætlað að fjárfesting dragist saman á þriðja og fjórða fjórðungi ársins miðað við sömu fjórðunga árið áður. Þetta virðist ekki ætla að ganga eftir. Vöxtur einkaneyslu er hins vegar í takt við sumarspána. Aðlögun innlendrar eftirspurnar er því seinna á ferðinni en Seðlabankinn gerði ráð fyrir fyrr á árinu. Í grunnspánni í júlí var gert ráð fyrir að innlend eftirspurn stæði nánast í stað á seinni hluta þessa árs en drægist saman á næsta og þarnæsta ári. Nú er hins vegar gert ráð fyrir um 2½% vexti á seinni hluta þessa árs en meiri samdrætti innlendrar eftirspurnar á árinu 2007 eða um 6½% í stað rúmlega 4% í júlíspánni. Verður vöxtur fjárfestingar meiri í ár en fyrstu tölur gera ráð fyrir líkt og undanfarin ár? Í ljósi meiri hagvaxtar undanfarin ár en áður var talið er ástæða til að gefa ýmsum óvissuþáttum, sem gætu haft áhrif á framvinduna á næstu misserum, gaum. Athyglin beinist ekki síst að fjármunamyndun því að vöxtur hennar hefur ítrekað verið endurskoðaður upp á við und anfarin ár eftir því sem Hagstofan hefur fengið haldbærari gögn úr ársreikningum fyrirtækja, sem liggja fyrir með nokkurri töf. Spár Seðlabankans um fjárfestingu hafa því iðulega byggst á vanmati á sögulegri þróun. Upplýsingar um þróun fjárfestingar í stóriðju og orku- verum hafa reynst þokkalega áreiðanlegar, en önnur fjárfesting hefur Mynd IV-1 Vöxtur þjóðarútgjalda og hagvöxtur 1998-20081 1. Grunnspá Seðlabankans 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Vöxtur þjóðarútgjalda Hagvöxtur Mynd IV-2 Endurskoðun á vexti fjármunamyndunar Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Þjóðhagsreikningar í mars 2005 Þjóðhagsreikningar í september 2005 Þjóðhagsreikningar í mars 2006 Þjóðhagsreikningar í september 2006 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 200520042003200220012000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.