Peningamál - 01.11.2006, Side 39
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
39
VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur
Verðlagsþróun
Verðbólga á þriðja ársfjórðungi minni en reiknað var með
Frá því að Seðlabankinn birti spá sína í júlíbyrjun hefur verðbólga verið
nokkru minni en bankinn spáði þá. Á öðrum ársfjórðungi var verðbólga
minni en reiknað var með, eða 7,5%.1 Á þriðja fjórðungi ársins reyndist
verðbólga hins vegar 1,5 prósentu minni en spáð var, eða 8%. Skýrist
það af hækkun gengis krónunnar frá því í júlí, auk þess sem þróun
launakostnaðar á framleidda einingu hefur verið nokkru hagstæðari
en reiknað var með. Auk þess hefur lækkun orkuverðs og annarra
óreglulegra þátta haft umtalsverð áhrif á neysluverðsvísitöluna.
Grunnáhrif og sveiflukenndir liðir skýra að miklu leyti hjöðnun
verðbólgu frá ágústmánuði
Verðbólga hefur hjaðnað lítillega frá síðustu útgáfu Peningamála, en
þá var hún 8%, eftir að hafa aukist mikið síðan í febrúar. Tólf mánaða
hækkun vísitölu neysluverðs náði hámarki í 8,6% í ágúst, en var 7,2%
í október. Verðbólga er því tæpum 5 prósentum yfir verðbólgumark-
miði Seðlabankans.
Minni verðbólga í september og október skýrist einkum af grunn-
áhrifum verðhækkana fyrir ári og lækkun á verðlagi nokkurra sveiflu-
kenndra liða, einkum bensíns. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5%
í september árið 2005 og gætir áhrifa þeirrar hækkunar ekki lengur í
vísitölunni. Hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði felur því ekki í sér nema
að hluta vísbendingu um minni verðbólguþrýsting, þótt vissulega sé
farið að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar og gengishækkun krón-
unnar að undanförnu dragi nokkuð úr þrýstingnum. Gengi krónunnar
hefur hækkað um tæplega 12% frá því í byrjun júlí.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur fylgt svipaðri þróun og
vísitala neysluverðs. Tólf mánaða hækkun hennar fór í 7% í ágúst, en
í októberbyrjun hafði hún hjaðnað í 5,6%. Framlag húsnæðiskostn-
aðar til hækkunar verðbólgunnar hefur minnkað eilítið frá því í júní en
þó má enn rekja 2,8 prósentur af hækkun vísitölunnar á liðnu ári til
hækkunar húsnæðisliðarins.
Í október hafði kjarnavísitala 1 hækkað nánast jafn mikið á tólf
mánuðum og vísitala neysluverðs og kjarnavísitala 2 nokkru meira, eða
um 7,6%.2 Verðbólgan hefur því orðið töluvert víðtækari en áður.
Þótt dregið hafi úr framlagi húsnæðisliðarins til verðbólgunnar
var hækkun á kostnaði vegna eigin húsnæðis á meðal þátta sem höfðu
mest áhrif á vísitölu neysluverðs frá útgáfu Peningamála í júlíbyrjun.
Einnig hafði hækkun á verðlagi þjónustu einkaaðila og innlendrar mat-
og drykkjarvöru (annarrar en búvöru og grænmetis) veruleg áhrif, en
mikil lækkun bensínverðs vó á móti.
1. Það er 0,1 prósentu minna en gert var ráð fyrir í verðbólguspánni sem birt var í síðasta hefti
Peningamála, en annar ársfjórðungur var að mestu liðinn þegar sú spá var gerð.
2. Kjarnavísitala 1 undanskilur breytingar á verði búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns og
kjarna vísitala 2 einnig verðbreytingar opinberrar þjónustu.
Mynd VIII-1
Verðbólga janúar 2001 - október 20061
0
2
4
6
8
10
12
200620052004200320022001
12 mánaða breyting vísitölu (%)
1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er
vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í
kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Vísitala neysluverðs
Kjarnavísitala 1
Kjarnavísitala 2
Verðbólgumarkmið Seðlabankans
Mynd VIII-2
Húsnæðisliður og markaðsverð húsnæðis
janúar 2002 - október 2006
12 mánaða breyting (%)
Húsnæði á landinu öllu
Húsnæði á landsbyggðinni
Einbýli á höfuðborgarsvæði
Fjölbýli á höfuðborgarsvæði
Húsnæðisliður
-5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
50
55
20062005200420032002
Heimild: Hagstofa Íslands.