Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 39 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðlagsþróun Verðbólga á þriðja ársfjórðungi minni en reiknað var með Frá því að Seðlabankinn birti spá sína í júlíbyrjun hefur verðbólga verið nokkru minni en bankinn spáði þá. Á öðrum ársfjórðungi var verðbólga minni en reiknað var með, eða 7,5%.1 Á þriðja fjórðungi ársins reyndist verðbólga hins vegar 1,5 prósentu minni en spáð var, eða 8%. Skýrist það af hækkun gengis krónunnar frá því í júlí, auk þess sem þróun launakostnaðar á framleidda einingu hefur verið nokkru hagstæðari en reiknað var með. Auk þess hefur lækkun orkuverðs og annarra óreglulegra þátta haft umtalsverð áhrif á neysluverðsvísitöluna. Grunnáhrif og sveiflukenndir liðir skýra að miklu leyti hjöðnun verðbólgu frá ágústmánuði Verðbólga hefur hjaðnað lítillega frá síðustu útgáfu Peningamála, en þá var hún 8%, eftir að hafa aukist mikið síðan í febrúar. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs náði hámarki í 8,6% í ágúst, en var 7,2% í október. Verðbólga er því tæpum 5 prósentum yfir verðbólgumark- miði Seðlabankans. Minni verðbólga í september og október skýrist einkum af grunn- áhrifum verðhækkana fyrir ári og lækkun á verðlagi nokkurra sveiflu- kenndra liða, einkum bensíns. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5% í september árið 2005 og gætir áhrifa þeirrar hækkunar ekki lengur í vísitölunni. Hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði felur því ekki í sér nema að hluta vísbendingu um minni verðbólguþrýsting, þótt vissulega sé farið að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar og gengishækkun krón- unnar að undanförnu dragi nokkuð úr þrýstingnum. Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 12% frá því í byrjun júlí. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur fylgt svipaðri þróun og vísitala neysluverðs. Tólf mánaða hækkun hennar fór í 7% í ágúst, en í októberbyrjun hafði hún hjaðnað í 5,6%. Framlag húsnæðiskostn- aðar til hækkunar verðbólgunnar hefur minnkað eilítið frá því í júní en þó má enn rekja 2,8 prósentur af hækkun vísitölunnar á liðnu ári til hækkunar húsnæðisliðarins. Í október hafði kjarnavísitala 1 hækkað nánast jafn mikið á tólf mánuðum og vísitala neysluverðs og kjarnavísitala 2 nokkru meira, eða um 7,6%.2 Verðbólgan hefur því orðið töluvert víðtækari en áður. Þótt dregið hafi úr framlagi húsnæðisliðarins til verðbólgunnar var hækkun á kostnaði vegna eigin húsnæðis á meðal þátta sem höfðu mest áhrif á vísitölu neysluverðs frá útgáfu Peningamála í júlíbyrjun. Einnig hafði hækkun á verðlagi þjónustu einkaaðila og innlendrar mat- og drykkjarvöru (annarrar en búvöru og grænmetis) veruleg áhrif, en mikil lækkun bensínverðs vó á móti. 1. Það er 0,1 prósentu minna en gert var ráð fyrir í verðbólguspánni sem birt var í síðasta hefti Peningamála, en annar ársfjórðungur var að mestu liðinn þegar sú spá var gerð. 2. Kjarnavísitala 1 undanskilur breytingar á verði búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns og kjarna vísitala 2 einnig verðbreytingar opinberrar þjónustu. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - október 20061 0 2 4 6 8 10 12 200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Húsnæðisliður og markaðsverð húsnæðis janúar 2002 - október 2006 12 mánaða breyting (%) Húsnæði á landinu öllu Húsnæði á landsbyggðinni Einbýli á höfuðborgarsvæði Fjölbýli á höfuðborgarsvæði Húsnæðisliður -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 20062005200420032002 Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.