Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 41
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
41
leyti gætir ekki mikilla áhrifa, líklega vegna þess að áhrif gengislækk-
unar krónunnar fyrr á árinu voru ekki komin fram að fullu, auk þess
sem innlend eftirspurn er ennþá töluvert sterk.
Tólf mánaða verðhækkun innfluttrar mat- og drykkjarvöru náði
hámarki í ágúst þegar hún nam tæpum 18% en hafði lækkað í tæp
10% í október. Eins og búast má við hefur dregið nokkuð úr verð-
hækkunum innfluttrar vöru að undanförnu vegna hækkunar á gengi
krónunnar. Í október lækkaði verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru
í fyrsta sinn frá marsmánuði. Verð á nýjum bifreiðum hefur nán-
ast staðið í stað sl. þrjá mánuði. Verðbreytingar á bensíni eru mikill
óvissuþáttur í verðbólgunni, enda næmar fyrir tveimur þáttum sem
sveifl ast hafa mikið á árinu: heimsmarkaðsverði olíu og gengi krón-
unnar. Áhrif mikilla verðhækkana á bensíni fyrir rúmu ári gengu til
baka í september og lækkaði árshækkun bensínverðs úr rúmum 15%
í rúm 6% og í október hafði bensínverð hækkað um 4½% á síðustu
tólf mánuðum.3
Undirliggjandi verðbólguþrýstingur nær til flestra undirþátta
vísitölunnar
Áhrifa gengislækkunar krónunnar fyrr á árinu gætti einnig í verðhækkun
á innlendum vörum. Verðlag innlendrar vöru hækkaði töluvert í sumar,
einkum búvöru, grænmetis og annarrar innlendrar mat- og drykkjar-
vöru. Innlend framleiðsla er í mörgum tilvikum háð innfluttu hráefni
sem hækkaði í verði þegar gengi krónunnar lækkaði, auk þess sem sam-
keppni við erlendar staðkvæmdarvörur tengir verðlagið við gengisþró-
un. Laun hafa einnig hækkað töluvert og valdið verð hækkun innlendrar
vöru. Tólf mánaða verðhækkun innlendrar vöru náði hámarki í júlí þegar
hún nam 10½% en eftir óvænta verðlækkun matvæla í október var árs-
hækkunin rúmlega 8½%. Verð dagvöru lækkaði um 0,7% í október og
hafði 0,1 prósent áhrif til lækkunar vísitölunnar.
Verðhækkanir hafa smám saman orðið almennari á undanförn-
um mánuðum í stað þess að endurspegla tiltölulega fáa flokka áður
fyrr. Hlutfall undirliða vísitölu neysluverðs sem hækka í verði milli mán-
aða hefur því hækkað. Ljóst er að undirliggjandi verðbólguþrýstings
gætir í fleiri undirliðum en áður, enda hafa verðhækkanir dagvöru og
innflutts varnings tekið við af húsnæðisverðhækkunum sem megin-
drifkraftur verðbólgunnar.
Þjónustuverðbólga gæti átt eftir að aukast enn frekar
Verðlag almennrar þjónustu hefur þokast upp á við undanfarna mánuði
og hefur hækkað um rúmlega 5% síðustu tólf mánuði. Launatengdir
þjónustuliðir hækkuðu töluvert í ágúst vegna launahækkana í kjölfar
samkomulags Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins, sem
tók gildi 1. júlí sl. Áhrif verðhækkunar almennrar þjónustu á vísitölu
neysluverðs námu 0,3 prósentum til hækkunar. Á þriðja fjórðungi ársins
hafði vísitala fyrir laun á almennum vinnumarkaði hækkað um rúmlega
11% frá fyrra ári. Í síðustu uppsveiflu varð árshækkun launa mest á
fyrsta fjórðungi ársins 2001. Verðhækkun almennrar þjónustu fylgdi
3. Verðbreytingar á bensíni og olíu vega rúm 6% í vísitölu neysluverðs.
-10
-5
0
5
10
15
200620052004200320022001
Mynd VIII-6
Vöruverð janúar 2001 - október 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Dagvara
Mynd VIII-7
Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs
júní 2004 - október 2006
Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði
%
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
200620052004
Húsnæði
Opinber þjónusta
Önnur þjónusta
Innlendar vörur
Innfluttar vörur
Vísitala neysluverðs
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-8
Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs
janúar 2001 - október 2006
12 mánaða breyting vísitölu (%)
1. Notað er 3 mánaða miðsett meðaltal.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1
Vísitala neysluverðs (h. ás)
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
200620052004200320022001
%