Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 41

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 41 leyti gætir ekki mikilla áhrifa, líklega vegna þess að áhrif gengislækk- unar krónunnar fyrr á árinu voru ekki komin fram að fullu, auk þess sem innlend eftirspurn er ennþá töluvert sterk. Tólf mánaða verðhækkun innfluttrar mat- og drykkjarvöru náði hámarki í ágúst þegar hún nam tæpum 18% en hafði lækkað í tæp 10% í október. Eins og búast má við hefur dregið nokkuð úr verð- hækkunum innfluttrar vöru að undanförnu vegna hækkunar á gengi krónunnar. Í október lækkaði verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru í fyrsta sinn frá marsmánuði. Verð á nýjum bifreiðum hefur nán- ast staðið í stað sl. þrjá mánuði. Verðbreytingar á bensíni eru mikill óvissuþáttur í verðbólgunni, enda næmar fyrir tveimur þáttum sem sveifl ast hafa mikið á árinu: heimsmarkaðsverði olíu og gengi krón- unnar. Áhrif mikilla verðhækkana á bensíni fyrir rúmu ári gengu til baka í september og lækkaði árshækkun bensínverðs úr rúmum 15% í rúm 6% og í október hafði bensínverð hækkað um 4½% á síðustu tólf mánuðum.3 Undirliggjandi verðbólguþrýstingur nær til flestra undirþátta vísitölunnar Áhrifa gengislækkunar krónunnar fyrr á árinu gætti einnig í verðhækkun á innlendum vörum. Verðlag innlendrar vöru hækkaði töluvert í sumar, einkum búvöru, grænmetis og annarrar innlendrar mat- og drykkjar- vöru. Innlend framleiðsla er í mörgum tilvikum háð innfluttu hráefni sem hækkaði í verði þegar gengi krónunnar lækkaði, auk þess sem sam- keppni við erlendar staðkvæmdarvörur tengir verðlagið við gengisþró- un. Laun hafa einnig hækkað töluvert og valdið verð hækkun innlendrar vöru. Tólf mánaða verðhækkun innlendrar vöru náði hámarki í júlí þegar hún nam 10½% en eftir óvænta verðlækkun matvæla í október var árs- hækkunin rúmlega 8½%. Verð dagvöru lækkaði um 0,7% í október og hafði 0,1 prósent áhrif til lækkunar vísitölunnar. Verðhækkanir hafa smám saman orðið almennari á undanförn- um mánuðum í stað þess að endurspegla tiltölulega fáa flokka áður fyrr. Hlutfall undirliða vísitölu neysluverðs sem hækka í verði milli mán- aða hefur því hækkað. Ljóst er að undirliggjandi verðbólguþrýstings gætir í fleiri undirliðum en áður, enda hafa verðhækkanir dagvöru og innflutts varnings tekið við af húsnæðisverðhækkunum sem megin- drifkraftur verðbólgunnar. Þjónustuverðbólga gæti átt eftir að aukast enn frekar Verðlag almennrar þjónustu hefur þokast upp á við undanfarna mánuði og hefur hækkað um rúmlega 5% síðustu tólf mánuði. Launatengdir þjónustuliðir hækkuðu töluvert í ágúst vegna launahækkana í kjölfar samkomulags Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins, sem tók gildi 1. júlí sl. Áhrif verðhækkunar almennrar þjónustu á vísitölu neysluverðs námu 0,3 prósentum til hækkunar. Á þriðja fjórðungi ársins hafði vísitala fyrir laun á almennum vinnumarkaði hækkað um rúmlega 11% frá fyrra ári. Í síðustu uppsveiflu varð árshækkun launa mest á fyrsta fjórðungi ársins 2001. Verðhækkun almennrar þjónustu fylgdi 3. Verðbreytingar á bensíni og olíu vega rúm 6% í vísitölu neysluverðs. -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001 Mynd VIII-6 Vöruverð janúar 2001 - október 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Dagvara Mynd VIII-7 Nokkrir undirliðir vísitölu neysluverðs júní 2004 - október 2006 Áhrif á þróun vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði % -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 200620052004 Húsnæði Opinber þjónusta Önnur þjónusta Innlendar vörur Innfluttar vörur Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-8 Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs janúar 2001 - október 2006 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Notað er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1 Vísitala neysluverðs (h. ás) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 200620052004200320022001 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.