Peningamál - 01.11.2006, Síða 46

Peningamál - 01.11.2006, Síða 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 46 Hinn eðlilegi mælikvarði við þessar aðstæður væri því vísitala undirliggjandi verðbólgu þar sem bein áhrif skattalækkana hafa verið dregin frá. Mynd VIII-13 sýnir samanburðinn á grunnspá með og án áhrifa skattalækkana. Þar sést að mæld verðbólga lækkar mun hraðar en undirliggjandi verðbólga og er um tveimur prósentum lægri fram á annan ársfjórðung 2008 þegar áhrifin hverfa úr mældri verðbólgu. Aðgerðir stjórnvalda auka hins vegar kaupmátt ráðstöfunartekna og minnka aðhald í stjórn ríkisfjármála nema sérstakar mótvæg- isaðgerðir komi til. Komi ekki til sérstakra aðgerða í ríkisfjármálum eða aukins aðhalds peningastefnunnar auka þessar aðgerðir hagvöxt um ½ prósentu á næstu tveimur árum. Þær seinka því aðlögun að jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og auka verðbólgu þegar líður á spátímann frá því sem ella hefði verið og því verður að beita strangara aðhaldi í peningamálum en ella. Undirliggjandi kostnaðarverðbólga minni en áður var talið... Eins og áður hefur komið fram reyndist verðbólga á þriðja ársfjórð- ungi töluvert minni en Seðlabankinn spáði í sumar. Bendir það til þess að undirliggjandi kostnaðarþrýstingur vegna lækkunar á gengi krón- unnar og endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi verið ofmetinn og áhrif þeirra á verðbólgu til skamms tíma. Þótt gert sé ráð fyrir að hluti launakostnaðar sem ekki kom fram í sumar komi fram á næstu mán- uðum er spáð nokkru minni vexti launakostnaðar á framleidda einingu en í síðustu Peningamálum. Minni launaþrýstingur og tæplega 12% sterkara gengi krónunnar valda því að verðbólguhorfur næsta hálfa árs eru mun hagfelldari en spáð var í sumar. ... en áfram er verulegur verðbólguþrýstingur Þrátt fyrir að vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu sé nú talinn hafa verið nokkru minni en í sumarspánni er hann þó áfram mikill og langt umfram það sem samrýmst getur 2,5% verðbólgumarkmiði bank- ans, enda atvinnuleysi mjög lítið í sögulegu samhengi og spenna mikil á innlendum vinnumarkaði. Að sama skapi er áfram töluverð framleiðslu- spenna til staðar samkvæmt grunnspánni eða liðlega 3% í ár og tæplega 2% á næsta ári. Spennan fer hins vegar vaxandi aftur frá ársbyrjun 2008 en þá er peningalegt aðhald orðið lítið samkvæmt grunnspánni eins og áður hefur komið fram. Á sama tíma er spáð lækkandi gengi krónunnar og verðbólguvæntingum yfir verðbólgu markmiðinu. Verðbólguhorfur tvö ár fram í tímann því betri sem peningalegt aðhald er meira Verðbólguhorfur eitt ár fram í tímann eru svipaðar í grunnspá og fráviksspánum tveimur þrátt fyrir að stýrivaxtaferlarnir séu afar ólíkir eins og sjá má á mynd VIII-14, enda fær peningastefnan litlu breytt um verðbólguhorfur næstu mánaða. Fráviksspá þar sem vextir eru fengnir með peninga stefnu við- brögðum sem miða að því að verðbólgumarkmið náist á spátímabilinu felur í sér að stýrivextir þurfi að hækka nokkuð til viðbótar, og vera komnir í um 15½% um mitt næsta ár. Samkvæmt spánni fara stýri- vextir smám saman lækkandi á árinu 2007 og verða tæplega 13% við lok spátímabilsins á síðasta fjórðungi ársins 2008. Mynd VIII-14 Mismunandi stýrivaxtaferlar % Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 200820072006 % Mynd VIII-13 Verðbólguspá út frá grunndæmi með og án skattaáhrifa Án skattaáhrifa Með skattaáhrifum Heimild: Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2008200720062005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.