Peningamál - 01.11.2006, Síða 49

Peningamál - 01.11.2006, Síða 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 49 IX Stefnan í peningamálum Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú hærri en þeir hafa verið frá því að núverandi fyrirkomulag skráningar slíkra vaxta var tekið upp árið 1997. Að stýrivaxtahækkuninni í júlí meðtalinni hafa þeir verið hækkaðir um 1,75 prósentur frá því að spáin sem birtist í júlíhefti Peningamála var gerð. Eftir að hafa aukist hratt í júlí og ágúst en hjaðnað í september var tólf mánaða verðbólga í byrjun október svipuð og í júní. Á þriðja fjórðungi ársins reyndist verðbólga nokkru minni en gert var ráð fyrir í júlíspánni, en var enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Miðað við mælda verðbólgu hafa raunstýrivextir því ótvírætt hækkað. Þeir hafa einnig hækkað umtalsvert á flesta aðra mælikvarða, því að auk verulegrar hækkunar stýrivaxta virðist hafa dregið úr verðbólguvæntingum á mörkuðum og meðal fyrirtækja. Í ágúst voru verðbólguvæntingar heimila hins vegar hinar hæstu frá 2001. Vaxtamunur við útlönd hefur aukist verulega og gengi krónunnar styrkst. Hins vegar hefur miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið að sumu leyti miðað aftur á bak. Að vísu má túlka umtalsverða lækkun á ávöxtun ríkisbréfa til tveggja og fimm ára sem vísbendingu um lægri verðbólguvæntingar, en ávöxtun verðtryggðra bréfa lækkaði einnig uns áhrifa af fyrirhuguðum skattalækkunum fór að gæta. Lækkun ávöxtunarkröfunnar má líklega að nokkru leyti rekja til erlendra fjár- málaskilyrða og aukinna vaxtamunarviðskipta, enda hefur gengi ýmissa hávaxtagjaldmiðla hækkað verulega á sama tíma og krónan. Einnig eru aðgerðir ríkis stjórnarinnar til lækkunar matvæla verðs til þess fallnar að beina eftirspurn fjárfesta frá verðtryggðum skuldabréfum og að óverð- tryggðum bréfum og þrýsta þannig upp ávöxtunarkröfu verðtryggðu bréfanna og lækka verðbólguálag óverðtryggðu bréfanna. Að því gefnu að gengi krónunnar gefi ekki verulega eftir á næstu misserum virðast verðbólguhorfur til næstu tveggja ára heldur betri en þegar Seðlabankinn mat þær í sumarbyrjun og töluvert betri horft til skemmri tíma. Það skýrist einkum af nokkru minni verðbólgu á þriðja fjórðungi þessa árs en spáð var í júlí og hærra gengi krón- unnar en þá var reiknað með. Laun hafa ennfremur hækkað minna en spáð var í byrjun júlí. Á hinn bóginn telst framleiðsluspenna nú hafa verið heldur meiri á síðasta ári en síðast var reiknað með, þótt jafn- framt séu vísbendingar um að hraðar muni draga úr henni á þessu og næsta ári. Það snýst hins vegar við árið 2008 enda er stýrivaxtaferill grunn spárinnar nokkru lægri en í síðustu spá en það endurspeglar spá fjárfesta og greiningaraðila um hratt minnkandi aðhaldsstig peninga- stefnunnar. Verðbólga fer því heldur vaxandi í grunnspánni þegar líður að lokum spátímans en þrátt fyrir það eru verðbólguhorfur til tveggja ára heldur betri en síðast. Verðbólga við lok tveggja ára spátímabilsins er þó enn yfir markmiði Seðlabankans. Í því felast mikilvæg skilaboð. Spáferill sem byggist á peningastefnureglu bendir hins vegar til þess að ná megi markmiðinu með nokkurri viðbótarvaxtahækkun. Verðbólguhorfur mjög háðar gengisþróun Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára verður einnig að meta í ljósi þess hve mjög þær eru háðar tiltölulega hagstæðri gengisþróun. Sterkari króna átti nokkurn þátt í hjöðnun verðbólgunnar í september % Mynd IX-1 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 18. október 2006 Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 200620052004200320022001200019991988 Ísland Bandaríkin Evrusvæðið Mynd IX-2 Raunstýrivextir Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 31. október 2006 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 200620052004200320022001200019991998 Mynd IX-3 Mismunandi verðbólguferlar % Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum Verðbólgumarkmið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2008200720062005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.