Peningamál - 01.11.2006, Side 51
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
51
og stuðlaði almennt að minni verðbólgu á þriðja fjórðungi ársins en
spáð var og hefur það áhrif fram á næsta ár. Afar óvíst er hins vegar
hvort styrkur krónunnar stenst til lengdar og reiknað er með í spánni
sem birtist í þessu hefti. Alþjóðlegar aðstæður sem leitt hafa til styrk-
ingar ýmissa hávaxtagjaldmiðla gætu auðveldlega gengið til baka (sjá
kafla II um ytri skilyrði). Þótt vaxtamunur hafi aukist að undanförnu
kann hækkun erlendra vaxta að draga úr honum á ný að óbreyttum
innlendum vöxtum. Ekki síst gætu hærri vextir í Evrópu og Japan
dregið úr vaxtamunarviðskiptum sem haft hafa veruleg áhrif á miðl-
unarferli peningastefnunnar hér á landi undanfarið ár.
Hækkun erlendra vaxta gæti haft meiri áhrif hér á landi en í
flestum öðrum löndum í ljósi þess að nú stefnir í að viðskiptahallinn á
þessu ári verði mun meiri en spáð var í júlí. Eftir því sem dýrara verður
að fjármagna hallann mun þrýstingur á gengi krónunnar að líkindum
aukast. Mikill viðskiptahalli, sem stefnir í fimmtung af landsframleiðslu
á þessu ári, kann einnig að vera vísbending um meiri vöxt inn lendrar
eftirspurnar en til þessa hefur mælst, líkt og gerðist árin 2004 og
2005. Því gæti framleiðsluspenna í ár verið vanmetin og þar með
verðbólguþrýstingur á næsta ári. Í rammagrein IX-1 er greint frá dæmi
þar sem gengisþróunin er óhagstæðari en gert er ráð fyrir í spánum
hér að framan og leiðir annaðhvort til langvarandi verðbólguskeiðs
eða töluvert hærri stýrivaxta, fylgi viðbrögð Seðlabankans einfaldri
peningastefnureglu.
Peningastefnan tekur ekki mið af skammtímasveiflum í verðbólgu
og öðrum vísbendingum
Þessi staða leiðir hugann að því hvert sé æskilegt vægi á milli skamm-
tíma- og langtímasjónarmiða þegar metið er samræmi verðbólgumark-
miðs og peningastefnu. Á megináherslan að vera á nýlega verðbólgu,
ýms ar samtímavísbendingar um stöðu efnahagsmála, þjóðhags- og
verðbólguspár til miðlungslangs tíma eða hagvísa er vísa lengra fram
á veginn, t.d. viðskiptahalla, eignaverðsþróun, útlánaþróun og vöxt
peningamagns?
Í umfjöllun um peningastefnu Seðlabankans gætir tilhneigingar
til þess að gera mjög mikið úr nýjustu upplýsingum á hverjum tíma.
Eftir að dró úr verðbólgu í september töldu ýmsir það nægilegt til efni
fyrir Seðlabankann til að slaka strax á aðhaldinu. Mæld verðbólga
og ýmsar vísbendingar sem berast með mánaðar- eða meiri tíðni,
t.d. vísbendingar af húsnæðismarkaði, eru hins vegar mjög sveiflu-
kenndar. Taka verður tillit til þessara sveiflueiginleika við framkvæmd
peningastefnunnar. Því er jafnan nauðsynlegt að bíða frekari staðfest-
ingar áður en stefnunni í peningamálum er kúvent. Þá er mikilvægt
að greina hvað liggur að baki mánaðarlegra sveiflna. Hjöðnun tólf
mánaða verðbólgu í september var t.d. að verulegu leyti sprottin af
grunnáhrifum, þ.e.a.s. af hækkun fyrir ári sem ekki hafði lengur áhrif
á tólf mánaða verðbólgumælingu, og öðrum sveiflum sem ætla má
að séu tímabundnar. Ótækt væri að peningastefnan brygðist við slíku
skammtímaflökti í verðbólgu, enda getur Seðlabankinn engin áhrif
haft á þá verðbólgu sem liðin er.
Þar með er þó ekki staðhæft að nýliðin verðbólga skipti engu
máli. Mat á verðbólguhorfum er ekki óháð liðinni verðbólgu. Ákveðin
%
Mynd IX-4
Vaxtamunur við útlönd
Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 10. október 2006
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. millibankavexti)
Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. ríkisvíxla)
Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára)
0
2
4
6
8
10
20052004200320022001200019991998 2006