Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 51

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 51 og stuðlaði almennt að minni verðbólgu á þriðja fjórðungi ársins en spáð var og hefur það áhrif fram á næsta ár. Afar óvíst er hins vegar hvort styrkur krónunnar stenst til lengdar og reiknað er með í spánni sem birtist í þessu hefti. Alþjóðlegar aðstæður sem leitt hafa til styrk- ingar ýmissa hávaxtagjaldmiðla gætu auðveldlega gengið til baka (sjá kafla II um ytri skilyrði). Þótt vaxtamunur hafi aukist að undanförnu kann hækkun erlendra vaxta að draga úr honum á ný að óbreyttum innlendum vöxtum. Ekki síst gætu hærri vextir í Evrópu og Japan dregið úr vaxtamunarviðskiptum sem haft hafa veruleg áhrif á miðl- unarferli peningastefnunnar hér á landi undanfarið ár. Hækkun erlendra vaxta gæti haft meiri áhrif hér á landi en í flestum öðrum löndum í ljósi þess að nú stefnir í að viðskiptahallinn á þessu ári verði mun meiri en spáð var í júlí. Eftir því sem dýrara verður að fjármagna hallann mun þrýstingur á gengi krónunnar að líkindum aukast. Mikill viðskiptahalli, sem stefnir í fimmtung af landsframleiðslu á þessu ári, kann einnig að vera vísbending um meiri vöxt inn lendrar eftirspurnar en til þessa hefur mælst, líkt og gerðist árin 2004 og 2005. Því gæti framleiðsluspenna í ár verið vanmetin og þar með verðbólguþrýstingur á næsta ári. Í rammagrein IX-1 er greint frá dæmi þar sem gengisþróunin er óhagstæðari en gert er ráð fyrir í spánum hér að framan og leiðir annaðhvort til langvarandi verðbólguskeiðs eða töluvert hærri stýrivaxta, fylgi viðbrögð Seðlabankans einfaldri peningastefnureglu. Peningastefnan tekur ekki mið af skammtímasveiflum í verðbólgu og öðrum vísbendingum Þessi staða leiðir hugann að því hvert sé æskilegt vægi á milli skamm- tíma- og langtímasjónarmiða þegar metið er samræmi verðbólgumark- miðs og peningastefnu. Á megináherslan að vera á nýlega verðbólgu, ýms ar samtímavísbendingar um stöðu efnahagsmála, þjóðhags- og verðbólguspár til miðlungslangs tíma eða hagvísa er vísa lengra fram á veginn, t.d. viðskiptahalla, eignaverðsþróun, útlánaþróun og vöxt peningamagns? Í umfjöllun um peningastefnu Seðlabankans gætir tilhneigingar til þess að gera mjög mikið úr nýjustu upplýsingum á hverjum tíma. Eftir að dró úr verðbólgu í september töldu ýmsir það nægilegt til efni fyrir Seðlabankann til að slaka strax á aðhaldinu. Mæld verðbólga og ýmsar vísbendingar sem berast með mánaðar- eða meiri tíðni, t.d. vísbendingar af húsnæðismarkaði, eru hins vegar mjög sveiflu- kenndar. Taka verður tillit til þessara sveiflueiginleika við framkvæmd peningastefnunnar. Því er jafnan nauðsynlegt að bíða frekari staðfest- ingar áður en stefnunni í peningamálum er kúvent. Þá er mikilvægt að greina hvað liggur að baki mánaðarlegra sveiflna. Hjöðnun tólf mánaða verðbólgu í september var t.d. að verulegu leyti sprottin af grunnáhrifum, þ.e.a.s. af hækkun fyrir ári sem ekki hafði lengur áhrif á tólf mánaða verðbólgumælingu, og öðrum sveiflum sem ætla má að séu tímabundnar. Ótækt væri að peningastefnan brygðist við slíku skammtímaflökti í verðbólgu, enda getur Seðlabankinn engin áhrif haft á þá verðbólgu sem liðin er. Þar með er þó ekki staðhæft að nýliðin verðbólga skipti engu máli. Mat á verðbólguhorfum er ekki óháð liðinni verðbólgu. Ákveðin % Mynd IX-4 Vaxtamunur við útlönd Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 10. október 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. millibankavexti) Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. ríkisvíxla) Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára) 0 2 4 6 8 10 20052004200320022001200019991998 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.