Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 52
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
52
tregða er í verðbólguferlinu sem veldur því að liðin verðbólga, eða
a.m.k. undirliggjandi verðbólga, er nokkuð sterk vísbending um fram-
tíðarverðbólgu. Að hluta til er þetta vegna áhrifa liðinnar verð bólgu
á verðbólguvæntingar og þess vegna á breytingu launa, gengis og
annarra kostnaðarliða. Háar verðbólguvæntingar geta svo stuðlað
að hraðari miðlun þessara kostnaðartilefna út í almennt verðlag. Þótt
peningastefnunni sé ætlað að vera framsýn standa seðlabankar líkt
og aðrir frammi fyrir þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að allt það sem
vitað er um framtíðina liggur í fortíðinni – í sumum tilvikum jafnvel
nokkuð fjarlægri fortíð. Þannig hafa endurskoðaðar upplýsingar um
hagvöxt á árunum 2004 og 2005, sem bárust á þessu ári, breytt mati
Seðlabankans á verðbólguhorfum töluvert.
Ástæða til að gefa langtímavísbendingum um verðbólgu meiri
gaum
Þjóðhagsspár Seðlabankans og verðbólguspár sem þeim tengjast gegna
mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar. Umtalsverðar breyt-
ingar sem oft verða á þjóðhagsreikningum, bæði hérlendis og erlendis,
frá fyrstu áætlunum til endanlegra talna fela í sér hættu á skekkjum í
spágerðinni, fyrir utan skekkjur sem stafa af ófullkomnum líkönum eða
röngu mati sérfræðinga bankans. Að auki er mat á framleiðsluspennu
mikilli óvissu undirorpið og því meiri sem nær dregur endamörkum
mældra haggagna og matið teygir sig fram á sjálfan spátímann.
Stærsti óvissuþátturinn er þó oftast ófyrirsjáanlegar sveiflur í gengi
krón unnar, sem á örskömmum tíma geta gjörbreytt verðbólguhorfum,
eins og gerðist á þessu ári.
Óvissan sem fólgin er í spánum setur framsýnni peningastefnu
veruleg takmörk. Vegna þess hve mikil óvissa er um spárnar kann að
vera skynsamlegt að leggja ekki allt sitt traust á þær heldur gefa ýmsum
samtímavísbendingum um framvindu efnahagslífsins, t.d. aðstæðum á
vinnumarkaði, meiri gaum.1 Óvissan getur einnig falið í sér rök fyrir
því að beina aukinni athygli að ýmsum langtímavísbending um um
verðbólguþrýsting, s.s. útlána- og peningamagnsvexti, fram vindu á
eignamörkuðum og ekki síst viðskiptajöfnuði. Að sama skapi gefa
viðvarandi háar verðbólguvæntingar og hækkun launakostnaðar á
framleidda einingu, sem eru langt umfram það sem samrýmist verð-
bólgu markmiði bankans, vísbendingu um undirliggjandi langtíma verð-
bólguvanda.
Þegar Hagstofa Íslands birti endurskoðaðar þjóðhagstölur fyrr í
ár varð ljóst að Seðlabankinn hafði verulega vanmetið umsvifin í efna-
hagslífinu árin 2004 og 2005. Löngu áður lá fyrir að viðskiptahallinn
var miklu meiri en líkön bankans höfðu bent til. Enn á ný stefnir í mun
meiri halla á viðskiptum við útlönd á árinu 2006 en áætlað var í fyrri
spám bankans. Það kann að vera vísbending um að enn einu sinni
hafi vöxtur eftirspurnar verið vanmetinn. Viðskiptahalli sem stefnir í
u.þ.b. fimmtung landsframleiðslu í ár er einnig ótvíræð vísbending um
1. Margar af þessum vísbendingum eru auðvitað skýribreytur í þjóðhags- og verðbólgulíkönum
Seðlabankans. Hins vegar hafa þær ekki endilega áhrif á fyrstu mælingar. Þannig gæti
ástand á vinnumarkaði gefið vísbendingu um spennu í þjóðarbúskapnum sem hefur enn
ekki komið fram í þjóðhagsreikningum og því ekki heldur í mati á framleiðsluspennu.
-10
-5
0
5
10
15
200620052004200320022001
Mynd IX-5
Vöruverð janúar 2001 - október 2006
Heimild: Hagstofa Íslands.
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Dagvara
Mynd IX-6
Hagvöxtur samkvæmt spám Seðlabankans
samanborið við mældan hagvöxt
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
2004 - spá Seðlabankans
2004 - mæling Hagstofu Íslands
2005 - spá Seðlabankans
2005 - mæling Hagstofu Íslands
2006 - spá Seðlabankans
0
2
4
6
8
10
2006200520042003‘02