Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 52

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 52 tregða er í verðbólguferlinu sem veldur því að liðin verðbólga, eða a.m.k. undirliggjandi verðbólga, er nokkuð sterk vísbending um fram- tíðarverðbólgu. Að hluta til er þetta vegna áhrifa liðinnar verð bólgu á verðbólguvæntingar og þess vegna á breytingu launa, gengis og annarra kostnaðarliða. Háar verðbólguvæntingar geta svo stuðlað að hraðari miðlun þessara kostnaðartilefna út í almennt verðlag. Þótt peningastefnunni sé ætlað að vera framsýn standa seðlabankar líkt og aðrir frammi fyrir þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að allt það sem vitað er um framtíðina liggur í fortíðinni – í sumum tilvikum jafnvel nokkuð fjarlægri fortíð. Þannig hafa endurskoðaðar upplýsingar um hagvöxt á árunum 2004 og 2005, sem bárust á þessu ári, breytt mati Seðlabankans á verðbólguhorfum töluvert. Ástæða til að gefa langtímavísbendingum um verðbólgu meiri gaum Þjóðhagsspár Seðlabankans og verðbólguspár sem þeim tengjast gegna mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar. Umtalsverðar breyt- ingar sem oft verða á þjóðhagsreikningum, bæði hérlendis og erlendis, frá fyrstu áætlunum til endanlegra talna fela í sér hættu á skekkjum í spágerðinni, fyrir utan skekkjur sem stafa af ófullkomnum líkönum eða röngu mati sérfræðinga bankans. Að auki er mat á framleiðsluspennu mikilli óvissu undirorpið og því meiri sem nær dregur endamörkum mældra haggagna og matið teygir sig fram á sjálfan spátímann. Stærsti óvissuþátturinn er þó oftast ófyrirsjáanlegar sveiflur í gengi krón unnar, sem á örskömmum tíma geta gjörbreytt verðbólguhorfum, eins og gerðist á þessu ári. Óvissan sem fólgin er í spánum setur framsýnni peningastefnu veruleg takmörk. Vegna þess hve mikil óvissa er um spárnar kann að vera skynsamlegt að leggja ekki allt sitt traust á þær heldur gefa ýmsum samtímavísbendingum um framvindu efnahagslífsins, t.d. aðstæðum á vinnumarkaði, meiri gaum.1 Óvissan getur einnig falið í sér rök fyrir því að beina aukinni athygli að ýmsum langtímavísbending um um verðbólguþrýsting, s.s. útlána- og peningamagnsvexti, fram vindu á eignamörkuðum og ekki síst viðskiptajöfnuði. Að sama skapi gefa viðvarandi háar verðbólguvæntingar og hækkun launakostnaðar á framleidda einingu, sem eru langt umfram það sem samrýmist verð- bólgu markmiði bankans, vísbendingu um undirliggjandi langtíma verð- bólguvanda. Þegar Hagstofa Íslands birti endurskoðaðar þjóðhagstölur fyrr í ár varð ljóst að Seðlabankinn hafði verulega vanmetið umsvifin í efna- hagslífinu árin 2004 og 2005. Löngu áður lá fyrir að viðskiptahallinn var miklu meiri en líkön bankans höfðu bent til. Enn á ný stefnir í mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á árinu 2006 en áætlað var í fyrri spám bankans. Það kann að vera vísbending um að enn einu sinni hafi vöxtur eftirspurnar verið vanmetinn. Viðskiptahalli sem stefnir í u.þ.b. fimmtung landsframleiðslu í ár er einnig ótvíræð vísbending um 1. Margar af þessum vísbendingum eru auðvitað skýribreytur í þjóðhags- og verðbólgulíkönum Seðlabankans. Hins vegar hafa þær ekki endilega áhrif á fyrstu mælingar. Þannig gæti ástand á vinnumarkaði gefið vísbendingu um spennu í þjóðarbúskapnum sem hefur enn ekki komið fram í þjóðhagsreikningum og því ekki heldur í mati á framleiðsluspennu. -10 -5 0 5 10 15 200620052004200320022001 Mynd IX-5 Vöruverð janúar 2001 - október 2006 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Dagvara Mynd IX-6 Hagvöxtur samkvæmt spám Seðlabankans samanborið við mældan hagvöxt Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 2004 - spá Seðlabankans 2004 - mæling Hagstofu Íslands 2005 - spá Seðlabankans 2005 - mæling Hagstofu Íslands 2006 - spá Seðlabankans 0 2 4 6 8 10 2006200520042003‘02
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.