Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 53

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 53 þrýsting á gengi krónunnar síðar, þótt ekki sé unnt að geta sér til um hvenær hann kemur fram. Vandasöm tímasetning viðbragða Vandinn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir er að ákveða hve- nær heppilegast verður að bregðast við þeim þrýstingi, því að jafnvel þótt telja verði verulegar líkur á lækkun gengisins í ljósi viðskiptahall- ans er hvorki hægt að tímasetja hana né gera sér í hugarlund hversu aðhaldssama peningastefnu þarf til þess að verð bólguáhrif geng- isaðlögunarinnar verði ekki meiri en samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Ótímabær viðbrögð gætu orðið til þess að auka á skammtímainn- streymi fjármagns af spákaupmennskutoga sem síðan getur snúist í andhverfu sína á einu andartaki þegar síst skyldi. Á hinn bóginn gætu síðbúin viðbrögð aukið á samdrátt ef gengi krónunnar lækkar um leið og verulega dregur úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Vegna þess að áhrif mikillar og skyndilegrar gengislækkunar á efnahag fyrirtækja og heimila stuðla að samdrætti er þó líklegt að fórnarkostnaður strangs peningalegs aðhalds sé ekki mikill – og ekki útilokað að hann sé minni en enginn, eins og Seðlabankinn hefur áður haldið fram. Með hliðsjón af ofangreindu má álykta að þrátt fyrir að form- lega sé sjóndeildarhringur peningastefnunnar u.þ.b. tvö ár þurfi pen ingastefnan að horfa bæði skemmra og lengra fram á veginn. Háar verðbólguvæntingar, sögulega lítið atvinnuleysi, mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu og mikill viðskiptahalli benda til þess að umtalsverðs verðbólguþrýstings kunni að gæta umfram það sem gert er ráð fyrir í spám bankans, ekki aðeins á tveggja ára spátímabilinu heldur hugsanlega einnig síðar. Ekki er sjálfgefið að heppilegast sé að bregðast strax við slíkum framtíðarþrýstingi. Hins vegar hlýtur það að hafa áhrif á ákvarðanir bankans um hvenær hann telur að óhætt verði að lækka stýrivexti. Að sama skapi er ljóst að Seðlabankinn muni bregðast hart við ef þróunin verður önnur en samrýmst getur verðbólgumarkmiði bankans. Breytingar á óbeinum sköttum hafa ekki áhrif á peningastefnuna Ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt breytingar á virðisaukaskatti á mat- vælum o.fl. auk tollalækkana sem að öðru óbreyttu munu leiða til umtalsverðrar lækkunar vísitölu neysluverðs. Skattabreytingar af þessu tagi ættu ekki að hafa áhrif á mótun peningastefnunnar þótt þær hafi áhrif á mælda verðbólgu, enda breyta þær engu um undir- liggjandi verðbólgu.2 Vegna þess hve mikilvægt er að gera sér grein fyrir undirliggjandi verðbólgu er verðbólgumarkmið í sumum löndum byggt á vísitölum kjarnaverðbólgu þar sem áhrifum skattabreytinga hefur verið eytt. Svo er ekki hér á landi. Hin formlega viðmiðun pen- ingastefnunnar er vísitala neysluverðs, en ekki kjarnavísitölurnar sem hér eru reiknaðar. Þær eru hins vegar hafðar til hliðsjónar og leggur 2. Það sama á við um inngrip stjórnvalda í almenna verðlagsþróun eins og ákvörðun um verðstöðvun á heildsöluverði mjólkurafurða á næstu tólf mánuðum. Seðlabanki Kanada miðar t.d. framkvæmd peningastefnu sinnar við kjarnaverðbólgu sem undanskilur fyrstu áhrif óbeinna skatta. Sjá t.d. Þórarinn G. Pétursson (2002), „Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun peningastefnunnar”, Peningamál, 2002/4, bls. 52-61. Mynd IX-7 Vöxtur innlendrar eftirspurnar, viðskipta- jöfnuður og raungengi 1998-2006 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Viðskiptajöfnuður (v. ás) Raungengi (h. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) -30 -20 -10 0 10 20 30 78 84 90 96 102 108 114 ‘0620052004200320022001200019991998 1980=100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.