Peningamál - 01.11.2006, Side 66

Peningamál - 01.11.2006, Side 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 66 Aukning á vaxtamunarviðskiptum Frá síðastliðnu hausti hafa erlendir aðilar tekið þátt í markaðsviðskipt- um hérlendis í meira mæli en áður. Mikill áhugi hefur verið á gjald- eyrismarkaði, krónumarkaði og skuldabréfamarkaði en enn er áhugi á innlendum hlutabréfum takmarkaður. Háir vextir á krónumarkaði hafa verið helsta aðdráttarafl erlendra fjárfesta. Seðlabankinn hækkaði vexti í þrígang frá lokum júní, fyrst um 0,75 prósentur en við það bættust tvær hækkanir um 0,5 prósent- ur hvor í ágúst og september. Vaxtamunur þriggja mánaða innlendra vaxta og LIBOR-vaxta er nú tæpar 10 prósentur ef miðað er við gengis- körfu krónunnar en var í lok júní 8,6 prósentur. Útistandandi eru um 270 ma.kr. í skuldabréfum útgefnum af erlendum aðilum í íslenskum krónum. Stærstur hluti þessara bréfa er í eigu erlendra fjárfesta. Ætla má að útgefendur þeirra hafi með samningum við innlendar fjármálastofn- anir losað sig að miklu leyti út úr skortstöðu sinni gagnvart krónunni. Staða framvirkra samninga bankakerfi sins bendir til þess að gnóttstaða með krónunni gegnum peninga- og gjaldeyrismarkaðinn nemi um 430 ma.kr. Þá er ótalin eign erlendra aðila í ríkisbréfum og ríkistryggðum húsbréfum en hún gæti numið um 20% af útistandandi fjárhæð bréf- anna eða um 120 ma.kr. Við þessa miklu stöðutöku með krónunni bætist viðskiptahalli sem á þessu ári er áætlaður um 200 ma.kr. Ísland er minnsta hagkerfi í heiminum sem hefur eigin gjaldmiðil og fl jótandi gengi. Framangreind stöðutaka með krónunni á sér fáar hlið stæður ef miðað er við veltu á gjaldeyrismarkaði eða landsfram- leiðslu. Komi styggð að þeim fjárfestum sem halda framangreindum stöð um gæti það valdið miklum og skyndilegum þrýstingi á gengi krón- unnar. Íslenski gjaldeyrismarkaðurinn er þó mun betur í stakk búinn til að miðla miklu fl æði en áður enda hefur veltan á markaðnum marg- faldast undanfarin ár og fjölbreyttari hópur fjárfesta er þátttakandi í krónuviðskiptum. Gott almennt efnahagsástand dregur einnig úr líkum á að krónan verði fyrir miklum og skyndilegum þrýstingi. Gjaldeyrismarkaður – krónan styrkist og velta eykst Íslenska krónan hefur styrkst nær samfl eytt frá lokum júnímánaðar. Vísitalan var skráð 134,23 stig í lok júní en lækkaði um 11,6% til loka október. Aftur hefur dregið úr gengisfl ökti á innlendum gjaldeyrismarkaði eftir óróatímabil frá febrúar og fram í júní. Flöktið undanfarna mánuði er litlu meira en það var á síðari hluta ársins 2005 og fram í febrúar. Velta hefur einnig aukist mikið á gjaldeyrismarkaði á þessu ári. Með sama áframhaldi gæti veltan orðið um 4.500 ma.kr. sem er rúmlega tvöföldun frá árinu 2005 en þá var heildarvelta á markaðnum um 2.077 ma.kr. Til samanburðar nam veltan á árinu 2004 um 948 ma.kr. Skýringuna á þessari aukningu er vafalítið að fi nna í auknum áhuga alþjóðlegra fjárfesta á íslenskum krónum. Gjalddagar jöklabréfa og útgáfa Fyrstu krónubréfi n sem gefi n voru út af erlendum aðilum féllu í gjald- daga í byrjun september. Alls hefur um jafnvirði 51 ma.kr. jöklabréfa fallið í gjalddaga á tímabilinu en á móti kemur ný útgáfa sem nemur samanlagt 59 ma.kr. Útgefendur nýrra skuldabréfa eru ekki nema að 100 107 114 121 128 135 okt.sept.ágústjúlíjúnímaíapr.marsfeb.jan. Mynd 2 Vísitala gengisskráningar Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 27. október 2006 31. des. 1991=100 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Flökt krónu gagnvart Bandaríkjadal Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 27. október 2006 % Heimild: Reuters. 0 5 10 15 20 25 30 osájjmamfjdnosájjmamfj 2005 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.