Peningamál - 01.11.2006, Page 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR
OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
66
Aukning á vaxtamunarviðskiptum
Frá síðastliðnu hausti hafa erlendir aðilar tekið þátt í markaðsviðskipt-
um hérlendis í meira mæli en áður. Mikill áhugi hefur verið á gjald-
eyrismarkaði, krónumarkaði og skuldabréfamarkaði en enn er áhugi á
innlendum hlutabréfum takmarkaður.
Háir vextir á krónumarkaði hafa verið helsta aðdráttarafl erlendra
fjárfesta. Seðlabankinn hækkaði vexti í þrígang frá lokum júní, fyrst
um 0,75 prósentur en við það bættust tvær hækkanir um 0,5 prósent-
ur hvor í ágúst og september. Vaxtamunur þriggja mánaða innlendra
vaxta og LIBOR-vaxta er nú tæpar 10 prósentur ef miðað er við gengis-
körfu krónunnar en var í lok júní 8,6 prósentur. Útistandandi eru um
270 ma.kr. í skuldabréfum útgefnum af erlendum aðilum í íslenskum
krónum. Stærstur hluti þessara bréfa er í eigu erlendra fjárfesta. Ætla má
að útgefendur þeirra hafi með samningum við innlendar fjármálastofn-
anir losað sig að miklu leyti út úr skortstöðu sinni gagnvart krónunni.
Staða framvirkra samninga bankakerfi sins bendir til þess að gnóttstaða
með krónunni gegnum peninga- og gjaldeyrismarkaðinn nemi um 430
ma.kr. Þá er ótalin eign erlendra aðila í ríkisbréfum og ríkistryggðum
húsbréfum en hún gæti numið um 20% af útistandandi fjárhæð bréf-
anna eða um 120 ma.kr. Við þessa miklu stöðutöku með krónunni
bætist viðskiptahalli sem á þessu ári er áætlaður um 200 ma.kr.
Ísland er minnsta hagkerfi í heiminum sem hefur eigin gjaldmiðil
og fl jótandi gengi. Framangreind stöðutaka með krónunni á sér fáar
hlið stæður ef miðað er við veltu á gjaldeyrismarkaði eða landsfram-
leiðslu. Komi styggð að þeim fjárfestum sem halda framangreindum
stöð um gæti það valdið miklum og skyndilegum þrýstingi á gengi krón-
unnar. Íslenski gjaldeyrismarkaðurinn er þó mun betur í stakk búinn til
að miðla miklu fl æði en áður enda hefur veltan á markaðnum marg-
faldast undanfarin ár og fjölbreyttari hópur fjárfesta er þátttakandi í
krónuviðskiptum. Gott almennt efnahagsástand dregur einnig úr líkum
á að krónan verði fyrir miklum og skyndilegum þrýstingi.
Gjaldeyrismarkaður – krónan styrkist og velta eykst
Íslenska krónan hefur styrkst nær samfl eytt frá lokum júnímánaðar.
Vísitalan var skráð 134,23 stig í lok júní en lækkaði um 11,6% til loka
október.
Aftur hefur dregið úr gengisfl ökti á innlendum gjaldeyrismarkaði
eftir óróatímabil frá febrúar og fram í júní. Flöktið undanfarna mánuði
er litlu meira en það var á síðari hluta ársins 2005 og fram í febrúar.
Velta hefur einnig aukist mikið á gjaldeyrismarkaði á þessu ári. Með
sama áframhaldi gæti veltan orðið um 4.500 ma.kr. sem er rúmlega
tvöföldun frá árinu 2005 en þá var heildarvelta á markaðnum um
2.077 ma.kr. Til samanburðar nam veltan á árinu 2004 um 948 ma.kr.
Skýringuna á þessari aukningu er vafalítið að fi nna í auknum áhuga
alþjóðlegra fjárfesta á íslenskum krónum.
Gjalddagar jöklabréfa og útgáfa
Fyrstu krónubréfi n sem gefi n voru út af erlendum aðilum féllu í gjald-
daga í byrjun september. Alls hefur um jafnvirði 51 ma.kr. jöklabréfa
fallið í gjalddaga á tímabilinu en á móti kemur ný útgáfa sem nemur
samanlagt 59 ma.kr. Útgefendur nýrra skuldabréfa eru ekki nema að
100
107
114
121
128
135
okt.sept.ágústjúlíjúnímaíapr.marsfeb.jan.
Mynd 2
Vísitala gengisskráningar
Daglegar tölur 3. janúar 2006 - 27. október 2006
31. des. 1991=100
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd 3
Flökt krónu gagnvart Bandaríkjadal
Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 27. október 2006
%
Heimild: Reuters.
0
5
10
15
20
25
30
osájjmamfjdnosájjmamfj
2005 2006